Bæjarráð

6414. fundur 29. september 2005
3027. fundur
29.09.2005 kl. 9:00: - 10:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Erindi dags. 13. september 2005 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir 15% hækkun á framlögum sveitarfélaga til félagsins um næstu áramót. Um tímabundna hækkun er að ræða.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.


2 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - gjaldskrá
2002100069
3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 20. september 2005 þar sem bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskrá Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar aftur til bæjarráðs og til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til seinni umræðu í bæjarstjórn.


3 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - reglur um íbúakort
2005090085
Lögð fram drög að reglum um íbúakort handa þeim sem ekki hafa aðgang að bifreiðastæðum innan lóðar og eru á skilgreindu svæði fyrir "klukkustæði".
Bæjarráð staðfestir reglurnar.


4 Dalsbraut 1 - kaupsamningur
2005090011
Lagður fram kaupsamningur milli Smáratorgs ehf. og Akureyrarbæjar. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir kaupsamninginn.Fundi slitið.