Bæjarráð

6254. fundur 07. júlí 2005
3018. fundur
07.07.2005 kl. 09:00 - 10:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Tilkynning frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um breytingar í nefndum
Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi sem verið hefur í tímabundnu leyfi kemur nú aftur til starfa í bæjarstjórn. Jafnframt gerir Vinstrihreyfingin grænt framboð eftirfarandi breytingar á skipan fulltrúa í nefndum:

Bæjarráð:
Valgerður H. Bjarnadóttir, kt. 240154-3319, aðalmaður.
Jón Erlendsson, kt. 041251-2989, varamaður.

Framkvæmdaráð (og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar):
Valgerður H. Bjarnadóttir, aðalmaður.
Jón Erlendsson, varamaður.2 Lífskjararannsókn - IMG Gallup
2005040102
Sigríður Ólafsdóttir frá IMG Gallup og Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri bæjarins mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu niðurstöður lífskjararannsóknar 2005 sem IMG Gallup vann fyrir Akureyrarbæ.3 Innkaup á körfubíl - 2005
2005060128
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. júlí 2005:
Kynntar hugmyndir slökkviliðsstjóra um endurnýjun á körfubíl fyrir slökkviliðið. Lagt er til að keyptur verði notaður körfubíll frá Reykjavíkurborg og eldri bíll seldur í staðinn.
Framkvæmdaráð heimilar slökkviliðsstjóra að kaupa slökkvibíl í samræmi við minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 30. júní 2005 og óskar eftir heimild bæjarráðs til að flytja fjármuni milli fjárfestingaliða.
Bæjarráð staðfestir bókun framkvæmdaráðs. Fjármunir færist á milli gjaldliða 31-601-511-7 til lækkunar og 35-510-853-7 til hækkunar.Fundi slitið.