Bæjarráð

6231. fundur 30. júní 2005
Bæjarráð - Fundargerð
3017. fundur
30.06.2005 kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Bæjarstjórnarsalurinn var nú í fyrsta sinn tekinn í notkun eftir miklar endurbætur.

Jón Erlendsson og Oktavía Jóhannesdóttir boðuðu forföll og einnig forföll varamenn þeirra.
1 Gróðrarstöðin í Kjarna ehf. - ósk um viðræður
2003120076
Erindi dags. 14. júní 2005 frá Ásgeiri Magnússyni stjórnarformanni Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna ehf. þar sem lýst er yfir áhuga á því að yfirtaka framleiðslu Akureyrarbæjar á sumarblómum.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, en felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að skoða möguleika á annarskonar rekstrarformi Gróðrarstöðvarinnar.


2 Strandgata - Torfunef, deiliskipulag
2005060109
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. júní 2005:
Lagðir fram tillöguuppdrættir að nýju deiliskipulagi svæðisins frá Torfunefsbryggju að minnismerki við Strandgötu, unnir af Arkitektastofunni Arkþing. Á deiliskipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hafnarstarfsemi, menningarhúsi með tónlistarskóla og stækkun á núverandi byggingu líkamsræktarstöðvarinnar Átaks, sbr. bókun ráðsins 25. maí sl.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og síðan auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sbr. bókun ráðsins 8. júní sl.
Bæjarráð staðfestir tillögu umhverfisráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 14. júní 2005.3 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2005
2005060062
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. júní 2005 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina 2005. Bæjarráð frestaði afgreiðslu 23. júní sl. og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.
Bæjarráð samþykkir fjárframlag allt að 2 milljónum króna til verkefnisins, þar með er talinn gæslukostnaður. Þá skipar bæjarráð þau Gerði Jónsdóttur bæjarfulltrúa og Gunnar Gíslason skólafulltrúa í verkefnislið vegna hátíðarhaldanna. Verkefnisliðið hafi f.h. Akureyrarbæjar með höndum samskipti við hagsmunafélagið og aðra sem hátíðarhöldunum tengjast.


4 Opnunartími skemmtistaða um verslunarmannahelgina
2005060066
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 26. maí 2005 frá eigendum átta veitinga- og skemmtistaða á Akureyri þar sem þeir sækja um leyfi fyrir lengri opnunartíma um verslunarmannahelgina 2005. Bæjarráð frestaði afgreiðslu 23. júní sl. og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi frávik frá opnunartíma skemmtistaða á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi. Fimmtudaginn 28. júlí verði heimilt að hafa skemmtistaði opna til kl. 02.00. Föstudaginn 29. júlí, laugardaginn 30. júlí og sunnudaginn 31. júlí verði þremur skemmtistöðum heimilt að hafa opið til kl. 04.00 (hvert kvöld), tveimur til kl. 05.00 og tveimur til kl. 06.00. Forsvarsmenn skemmtistaðanna munu gera með sér samkomulag um hvernig breytilegur opnunartími færist milli staða þessa daga og gera verkefnisliði Akureyrarbæjar grein fyrir samkomulaginu.


5 Hafnarstræti 98 - uppkaup eignar
2004070046
Lagður fram kaupsamningur dags. 24. júní 2005 milli Akureyrarbæjar og Álhúss ehf. vegna Hafnarstrætis 98.
Bæjarráð staðfestir kaupsamninginn.Fundi slitið.