Bæjarráð

6211. fundur 23. júní 2005
3016. fundur
23.06.2005 kl. 09:00 - 11:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2005
2005030010
Lagðar fram niðurstöður könnunar á atvinnuhorfum 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri sumarið 2005, í framhaldi af bókun bæjarráðs 19. maí 2005 svohljóðandi: "Bæjarráð felur starfsmannastjóra að láta gera könnun í byrjun júní nk. á því hversu margir eru þá enn án atvinnu og hefja undirbúning að því að tryggja 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri 6 vikna vinnu í sumar. Niðurstaða könnunarinnar verði lögð fyrir bæjarráð og í framhaldi tekin ákvörðun um átaksverkefni í sumar."
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að þeim einstaklingum, sem samkvæmt könnuninni höfðu ekki fengið sumarstarf, verði boðin störf í 6 vikur.


2 Bandalag íslenskra leikfélaga - styrkbeiðni
2004030036
Erindi dags. 7. júní 2005 frá Guðrúnu H. Jónsdóttur formanni Bandalags íslenskra leikfélaga þar sem óskað er eftir 600 þúsund króna framlagi frá Akureyrarbæ til að fjármagna alþjóðlegu leiklistarhátíðina "Leikum núna!" sem haldin verður dagana 22.- 26. júní nk. á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 300.000. Fjárhæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


3 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2005
2005060062
Erindi dags. 9. júní 2005 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina 2005.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að aðkoma Akureyrarbæjar að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar verði með svipuðum hætti og undanfarin ár, en felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara áður en endanleg ákvörðun er tekin.


4 Verslunarmannahelgin - opnunartími skemmtistaða
2005060066
Erindi dags. 26. maí 2005 frá eigendum átta veitinga- og skemmtistaða á Akureyri þar sem þeir sækja um leyfi fyrir lengri opnunartíma um verslunarmannahelgina 2005.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara og frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.


5 Sinubrunar
2005060034
3. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 6. júní 2005.
Lögð voru fram gögn um sinubrennur á Akureyri og nágrenni. Náttúruverndarnefnd Akureyrar tekur eindregið undir samþykkt sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá 27. apríl 2004 um að sinubrennur séu ekki ásættanlegar og styður bókun heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. apríl 2004 um sama mál.
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að því verði beint til umhverfisráðuneytisins og Alþingis að lögum nr. 61/1992 verði breytt þannig að leyfisveitingar vegna sinubruna verði í höndum heilbrigðisnefnda og að þar verði kveðið á um mjög ströng skilyrði þess að slíkir brunar séu leyfðir.
Bæjarráð er sammála áliti náttúruverndarnefndar og felur bæjarlögmanni að koma því á framfæri við hlutaðeigandi aðila sem áliti Akureyrarbæjar.


6 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-apríl 2005.
Lagt fram til kynningar.


7 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2004050085
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 14. júní 2005.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og vísa tillögu að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar ásamt breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð óskar umsagnar jafnréttis- og fjölskyldunefndar á breytingartillögunum og frestar afgreiðslu.


8 Álver á Norðurlandi
2005040115
Lagt fram samkomulag (Joint Action Plan) dags. 20. júní 2005 milli Fjárfestingarstofunnar, Akureyrarbæjar, Húsavíkurbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc.
Meiri hluti bæjarráðs staðfestir samninginn.
Jón Erlendsson lagði fram bókun svohljóðandi:
"Ég greiði atkvæði á móti þessum samningi, enda hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð lýst yfir andstöðu við fyrirætlanir um álver við Eyjafjörð og mótmælt áformum um frekari álversframkvæmdir á Íslandi."9 Dómur í máli nr. E-165/2004
2003050056
Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-165/2004, Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. gegn Akureyrarkaupstað.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.