Bæjarráð

6169. fundur 09. júní 2005

Akureyrarbær

Bæjarráð - Fundargerð
3015. fundur
09.06.2005 kl. 09:00 - 12:06
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2005 - endurskoðun
2004050041
Hagsýslustjóri lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2005.
Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarlögmaður kom á fundinn kl. 9.35.

2 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006 - rammar
2005050085
Bæjarstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsrömmum fjárhagsáætlunar 2006.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


3 Lundarhverfi - lega tengibrauta
2004120106
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 2. júní 2005. Bæjarstjóri lagði fram tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði samþykkt.


4 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 26. maí sl. Bæjarlögmaður fór yfir reglurnar.
Bæjarráð vísar endurskoðuðum innkaupareglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Tjaldsvæðin á Akureyri
2005050070
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. júní 2005.
Lögð var fram tillaga vegna tjaldsvæðamála 2005 í kjölfar umræðu um vímuefnamál á síðasta fundi. Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.
Lagt fram bréf dags. 6. júní 2005 frá íbúum í nágrenni tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti þar sem þeir gera grein fyrir því ónæði sem þeir hafa orðið fyrir kringum 17. júní og verslunarmannahelgina.
Bæjarráð staðfestir tillögur félagsmálaráðs með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 11.35.

6 Greið leið ehf. - aðalfundur 2005
2005060036
Erindi dags. 2. júní 2005 frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 22. júní nk.
kl. 15:00 að Strandgötu 29. Einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2004.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 SFR - gerð stofnanasamnings
2005050014
Erindi dagsett 3. maí 2005 frá SFR stéttarfélagi þar sem farið er fram á að gerður verði stofnanasamningur milli félagsins og Akureyrarbæjar. Lögð fram tillaga frá starfsmannastjóra þess efnis að kjarasamninganefnd verði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu stofnanasamnings við SFR.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.Fundi slitið.