Bæjarráð

6124. fundur 26. maí 2005
3013. fundur
26.05.2005 kl. 08:00 - 10:27
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Þóra Ákadóttir/Akureyrarbaer/IS
Hermann Jón Tómasson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir/Akureyrarbaer/IS
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Alcoa á Íslandi ehf. - álver á Norðurlandi
2005040115
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Alcoa á Íslandi ehf. dags. 17. maí 2005 til Iðnaðarráðuneytisins.2 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2006.
Bæjarráð samþykkir að vinna rammaáætlun á grundvelli þessa tekjugrunns.


3 Listasafnið á Akureyri - samningur við Art.is
2003110034
Lögð fram drög að samningi við Art.is um rekstur Listasafnsins á Akureyri.
Á fundi menningarmálanefndar 28. apríl sl. voru lögð fram drög að samningi við Art.is um rekstur Listasafnsins á Akureyri. Menningarmálanefnd samþykkti drögin fyrir sitt leyti og fól menningarfulltrúa að ganga frá samningsdrögunum.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

Þegar hér var komið mætti Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður á fundinn.

4 Sameiningarkosning - undirbúningur 2005
2005050029
Lögð fram fjárhags- og tímaáætlun vegna sameiningarvinnu í Eyjafirði 2005.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 09.00.

5 Fjölskylduhátíð í Hrísey - styrkbeiðni
2005050088
7. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 19. maí 2005.
Erindi dags. 7. apríl 2005 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna Fjölskylduhátíðar fullveldisins í Hrísey dagana 15., 16. og 17. júlí nk.
Menningarmálanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 400.000. Greiðist af gjaldliðnum "Styrkveitingar bæjarráðs".


6 Amtsbókasafnið á Akureyri - starfsmat
2005050078
Erindi dags. 17. maí 2005 frá 8 starfsmönnum Amtsbókasafnsins á Akureyri þar sem þeir lýsa yfir mikilli óánægju með niðurstöður starfsmatsins.
Starfsmatsnefnd Launanefndar sveitarfélaga og viðsemjanda samþykkti 1. mars sl. áfrýjunarferli vegna niðurstöðu starfsmats. Allir starfsmenn hjá Akureyrarbæ í Kili og Einingu-Iðju eiga rétt á áfrýjunarferli. Telji starfsmaður að starf hans sé ekki rétt metið getur hann áfrýjað niðurstöðunni. Áfrýjunartímabilið er frá 1.- 31. október 2005 og þarf kjaranefnd Akureyrarbæjar að berast rökstudd beiðni ásamt gögnum á því tímabili.
Telji starfsmenn Amtsbókasafnsins störf þeirra ekki rétt metin í starfsmati hvetur bæjarráð þá til að nýta sér rétt sinn til áfrýjunar.


7 Borgir v/Norðurlandsbraut - beiðni um kaup
2005010133
Uppkaup á fasteign vegna deiliskipulags. Bæjarlögmaður gerði grein fyrir viðræðum við eigendur og vinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við eigendur fasteignarinnar á grundvelli upplýsinga bæjarlögmanns og framlagðs mats frá fasteignasölunni Byggð.


8 Bifreiðastæðasjóður endurskoðun gjaldtöku
2002100069
Tekið fyrir að nýju. Bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 19. maí sl.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir vék af fundi kl. 10.02.

9 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
Árni Þór Freysteinsson innkaupastjóri mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram drög að endurskoðuðum innkaupareglum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


10 Glerá - námuréttindi
2004010036
Lagður fram úrskurður Félagsmálaráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.