Bæjarráð

6113. fundur 19. maí 2005
3012. fundur
19.05.2005 kl. 09:00 - 11:12
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Yfirvinna
2005040109
Lagðar fram tillögur dags. 17. maí 2005 frá yfirvinnunefnd um framkvæmd bókunar bæjarráðs dags. 28. apríl sl. Fulltrúar vinnunefndarinnar þau Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Valgerður H. Bjarnadóttir fóru yfir tillögurnar.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að koma áherslum Akureyrarbæjar vegna komandi kjarasamninga á framfæri við Launanefnd sveitarfélaga.

Valgerður H. Bjarnadóttir vék af fundi kl. 09.47.

2 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2005
2005030010
Lagt fram minnisblað dags. 18. maí 2005 frá starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur vegna umsókna um sumarstörf hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að láta gera könnun í byrjun júní nk. á því hversu margir eru þá enn án atvinnu og hefja undirbúning að því að tryggja 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri
6 vikna vinnu í sumar. Niðurstaða könnunarinnar verði lögð fyrir bæjarráð og í framhaldi tekin ákvörðun um átaksverkefni í sumar.


Þegar hér var komið vék Halla Margrét Tryggvadóttir af fundi kl. 09.53.

3 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2005
2005040137
Lögð fram dagskrá vorfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn verður 1. júní 2005 kl. 10:00 á Amtsbókasafninu á Akureyri. Einnig lagður fram ársreikningur nefndarinnar fyrir árið 2004.
Lagt fram til kynningar.


4 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2005
2005050042
Erindi móttekið 11. maí 2005 frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 27. maí nk. á Stássinu/Greifanum kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5 Bifreiðastæðasjóður - endurskoðun gjaldtöku
2002100069
Lögð fram greinargerð vinnuhóps um endurskoðun gjaldtöku Bifreiðastæðasjóðs dags. í maí 2004.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


6 Bifreiðastaða í sérmerktum stæðum hreyfihamlaðra á einkalóðum
2004060013
Lagt fram minnisblað dags. 9. maí 2005 frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir að frá og með 26. ágúst nk. verði lögð aukastöðugjöld á þá sem leggja án heimildar í sérmerkt stæði fatlaðra á einkalóðum. Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs er falið að sjá um framkvæmd kynningar á gjaldtökunni og aðra framkvæmd málsins.Fundi slitið.