Bæjarráð

6082. fundur 12. maí 2005
 
3011. fundur
12.05.2005 kl. 09:00 - 10:47
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 


1 Álver á Norðurlandi
2005040115
Ásgeir Magnússon fulltrúi samtaka áhugamanna um álver á Norðurlandi mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.


2 Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2005
2005050008
Erindi dags. 2. maí 2005 frá Árna Sigurjónssyni f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 17. maí nk. að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 16:00.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


3 Málræktarsjóður - aðalfundur 2005
2005050013
Erindi dags. 3. maí 2005 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn 2. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem fulltrúa Akureyrarbæjar og Þórgný Dýrfjörð sem varamann.


4 Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2004
2005050007
Ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2004.
Lagt fram til kynningar.


5 Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2005040062
3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 19. apríl 2005:
"Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um heimild til búsetu í sumarhúsi í Bláskógabyggð, frestar bæjarstjórn afgreiðslu liðarins og vísar honum til bæjarráðs". Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum."
Lagt fram minnisblað dags. 18. apríl 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi nauðsyn á breytingum á lögheimilislögum nr. 21/1990.
Í ljósi yfirferðar á upplýsingum frá bæjarlögmanni varðandi málið vísar bæjarráð liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Fundaáætlun bæjarráðs 2005
2005040032
Fram voru lögð drög að fundaáætlun bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Ármann Jóhannesson vék af fundi kl. 10.15.

7 Félag grunnskólakennara á Akureyri - kjaramál
2005050031
Erindi dags. 4. maí 2005 frá Sigfúsi Aðalsteinssyni f.h. stjórnar Félags grunnskólakennara á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hvernig bæta megi kjör grunnskólakennara á Akureyri.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs og Gunnari Gíslasyni deildarstjóra skóladeildar að eiga viðræður við bréfritara.


8 Boginn og Hlíðarfjall - aðgengi fatlaðra
2005050034
Erindi dags. 6. maí 2005 frá stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni varðandi aðgengi fatlaðra í Boganum og Hlíðarfjalli.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til úrlausnar.

Þegar hér var komið vék Sigrún Björk Jakobsdóttir af fundi kl. 10.22.

9 Háskólinn á Akureyri - bygging upplýsingatæknihúss
2005050038
Farið hafa fram viðræður milli bæjarstjóra og Þorsteins Gunnarssonar rektors HA er varða byggingu upplýsingatæknihúss fyrir fyrirtæki og Háskólann á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær taki þátt í stofnun undirbúningsfélags um byggingu upplýsingatæknihúss og tilnefnir Jón Kr. Sólnes sem fulltrúa Akureyrarbæjar í væntanlega stjórn félagsins.


10 Akureyri í öndvegi - gjafabréf
2004090107
Lagt fram gjafabréf dags. 7. maí 2005 til Akureyrarkaupstaðar frá Sjálfseignarstofnuninni Akureyri í Öndvegi.
Um leið og Sjálfseignarstofnuninni Akureyri í öndvegi eru færðar bestu þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf lýsir bæjarráð sérstakri ánægju sinni með það frumkvæði og víðsýni sem verkefnið og öll framkvæmd þess ber með sér. Sérstakur stýrihópur sem hafa mun umsjón með úrvinnslu tillagnanna hefur verið skipaður og hefur stýrihópurinn þegar hafið störf. Kappkostað verður af hálfu Akureyrarbæjar að hin veglega gjöf sjálfseignarstofnunarinnar verði miðbæ Akureyrar og Akureyrarbæ til heilla í framtíðinni.


Fundi slitið.