Bæjarráð

6069. fundur 04. maí 2005
3010. fundur
04.05.2005 kl. 16:00 - 18:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn:> Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Ármann Jóhannesson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2005
2005040125
Erindi dags. 25. apríl 2005 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar þann 11. maí nk. kl. 15:00 að Brekku í Hrísey.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2005
2005040137
Erindi dags. 26. apríl 2005 þar sem boðað er til vorfundar héraðsnefndar Eyjafjarðar 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar.


3 Lundur - greinargerð
2004060002
Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Lundar, rekstrarfélags til fjármögnunar, smíði og rekstrar nemendagarða á Akureyri, dags. 19. apríl 2005 vegna umfjöllunar Akureyrarbæjar um styrkveitingu til byggingar nýju nemendagarðanna við framhaldsskólana á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Lundar um 10 m.kr. stofnfjárstyrk sem greiddur yrði á tveimur árum, í fyrsta sinn 2006. Styrkveiting þessi er skilyrt því að ríkissjóður leggi fram sambærilega fjárhæð til rekstrarfélagsins Lundar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.4 Álver á Norðurlandi
2005040115
Rætt um afstöðu Akureyrarbæjar til álvers á Norðurlandi.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fá fulltrúa "samtaka áhugamanna" um álver á Norðurlandi til viðræðna á næsta fund bæjarráðs.


5 Sláttur - þjónustusamningur 2005-2007
2005020069
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 19. apríl 2005:
"Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur um 1. lið í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 8. apríl 2005 og lagði hún fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Akureyrar metur útboð bæjarins á þjónustusamningi um Grasslátt, Ytri- og Syðri Brekku og Grasslátt, Gilja- og Síðuhverfi ógild vegna formgalla. Gallinn felst í því að hvorki var farið að lögum né innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar þar sem láðist í útboðsskilmálum að tiltaka skilyrði um að atvinnurekanda sé skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina."
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Jakobi Björnssyni um að vísa tillögunni til skoðunar í bæjarráði og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum."
Lagt fram minnisblað dags. 26. apríl 2005 frá Jónasi Vigfússyni deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Bæjarráð telur ekki forsendur fyrir samþykkt tillögu bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur en felur hagsýslustjóra á grundvelli umræðna á fundinum að leggja fram tillögu að endurskoðaðri samþykkt um innkaup og útboð Akureyrarbæjar.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún sé ósammála niðurstöðu framkvæmdaráðs og telur gerðan samning um lóðaslátt mistök.6 Önnur mál
Tilnefning í fræðslunefnd.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að tilnefna varamann í fræðslunefnd af sviðinu.Fundi slitið.