Bæjarráð

6036. fundur 28. apríl 2005
3009. fundur
28.04.2005 kl. 09:00 - 12:25
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Menningarhús á Akureyri
2004020098
Ingi Björnsson formaður byggingarnefndar menningarhúss mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað formanns byggingarnefndar dags. 25. apríl 2005.
Bæjarráð samþykkir að byggingarnefnd vinni áfram að framgangi verkefnisins á grundvelli minnisblaðsins. Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hönnun hússins verði í samræmi við hugmynd byggingarnefndar um framtíðaraðstöðu fyrir Tónlistarskólann á Akureyri á 3. hæð hússins.


2 Yfirvinna
2005040109
1. og 5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 25. apríl 2005 þar sem uppsögn á fastri yfirvinnu er mótmælt.
Fulltrúar úr vinnuhópi um yfirvinnu Valgerður H. Bjarnadóttir og Halla Margrét Tryggvadóttir mættu á fundinn undir þessum lið. Lögð fram tillaga frá vinnuhópnum.
Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins um frestun gildistöku uppsagnar sérkjara þar til að lokinni gerð nýs kjarasamnings hjá hverjum og einum starfsmanni. Nánari útfærslu er vísað til vinnuhóps um yfirvinnu.


3 Slökkviliðið á Akureyri
2004060038
Málefni slökkviliðsins rædd.
Bókanir eru færðar í trúnaðarbók.


4 Fasteignaskattur - undanþágur
2005020039
Tekinn fyrir að nýju listi varðandi fasteignir sem áður hafa verið undanþegnar fasteignaskatti. Áður á dagskrá bæjarráðs þann 7. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að engar undanþágur frá fasteignaskatti, sbr. heimildarákvæði í 2. málsgrein 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, verði veittar.
Bæjarráð samþykkir að veita KFUM og K Akureyri styrk að fjárhæð kr. 292.470, Sjálfsbjörgu Akureyri styrk að fjárhæð kr. 1.223.291, Geðverndarfélagi Akureyrar styrk að fjárhæð kr. 78.316 og Skátafélaginu Klakki styrk að fjárhæð kr. 255.688.
Fjárveitingar verða teknar af liðnum 21-815 - styrkveitingar bæjarráðs.5 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - ársfundur 2005
2005040105
Erindi dags. 15. apríl 2005 frá forstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem boðið er til ársfundar 2005 sem haldinn verður 4. maí nk. kl. 13:30 í nýbyggingu sjúkrahússins, suðurálmu, á annarri hæð.
Lagt fram til kynningar.


6 Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2005
2005040085
Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 18. maí nk. kl. 15:00 í Hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


7 Tækifæri hf. - aðlfundur 2005
2005040114
Erindi dags. 25. apríl 2005 frá sjóðsstjóra Tækifæris hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 4. maí nk. að Strandgötu 3, þriðju hæð kl. 10:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.Fundi slitið.