Bæjarráð

6020. fundur 20. apríl 2005
Bæjarráð - Fundargerð
3008. fundur
20.04.2005 kl. 09:00 - 10:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Unglingavinna 2005 - laun
2005040050
Lögð fram tillaga varðandi laun 14 og 15 ára unglinga sumarið 2005. Laun 16 ára unglinga eru ákveðin í kjarasamningi Einingar-Iðju við Akureyrarbæ. Laun 14 og 15 ára hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og laun 16 ára. Samkvæmt því er lagt til að laun þeirra hækki um 1,75% frá síðasta ári og verði:
14 ára kr. 316,95 pr. klst. (orlof innifalið).
15 ára kr. 362,25 pr. klst. (orlof innifalið).
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


2 Verkfallslisti - auglýsing 2005
2004120107
Lögð fram á fundinum tillaga að breytingu á auglýsingu vegna verkfallslista.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Þegar hér var komið vék Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri af fundi.

3 Ráðhús - endurbætur á bæjarstjórnarsal
2005040028
4. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. apríl 2005.
Kynntar voru endurbætur á bæjarstjórnarsalnum sem nú standa yfir og áætlað er að ljúki í lok maí nk. Stjórnin samþykkti þær hugmyndir sem kynntar voru og ítrekar að breytingarnar verði unnar í náinni samvinnu við bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.
Til kynningar.


4 Innleystar félagslegar íbúðir - 2005
2005010012
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 05-001 verði seld á almennum markaði.


5 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagt fram yfirlit um afgreiðslu viðbótarlána á árinu 2004.
Lagt fram til kynningar.


6 Lundargata 3 - kaup
2005040026
Lagður fram kaupsamningur vegna Lundargötu 3.
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.


7 Norðlenska matborðið ehf. - aðalfundur 2005
2005040033
Erindi dags. 7. apríl 2005 frá Árna Magnússyni f.h. Norðlenska ehf. þar sem tilkynnt er um aðalfund Norðlenska matborðsins ehf. sem haldinn verður 26. apríl nk. kl. 12:00 á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


8 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2005
2005040018
Erindi dags. 5. apríl 2005 frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 20. apríl nk. í húsnæði SÍMEYJAR að Þórsstíg 4, Akureyri kl. 12:00 -14:00.
Bæjarráð felur Steingerði Kristjánsdóttur verkefnisstjóri starfsþróunar að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.


9 Afskriftir krafna 2005
2005040076
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um afskriftir krafna að upphæð kr. 1.229.110.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


10 Glerá - eftirlit með afrennsli
2005040037
3. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 14. apríl 2005.
Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að sett verði á laggirnar varanleg mælistöð fyrir langtímaeftirlit með afrennsli af vatnasviði Glerár vegna beinna hagsmuna bæjarfélagsins og vegna mikilvægis fyrir rannsóknir á náttúrufari norðurhjarans. Nefndin leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær gerist aðili að samkomulagi um rekstur og fjármögnun mælistöðvarinnar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að eiga viðræður við bréfritara.


11 Listskreytingar í og við byggingar í eigu FA
2005040019
6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. apríl 2005.
Stjórn FA leggur til við bæjarstjórn að við nýbyggingar FA verði gert ráð fyrir listskreytingu í eða við byggingarnar. Til þessa renni upphæð sem nemi 1% af áætluðum byggingarkostnaði.
Bæjarráð er samþykkt tillögu stjórnar FA og leggur til að væntanleg framlög út Listskreytingarsjóði ríkisins komi í viðbót við 1% framlag Akureyrarbæjar. Þá óskar bæjarráð eftir hugmyndum um útfærslu tillögunnar sem fyrst.


12 Naustahverfi - uppkaup erfðafestu
2005030053
Uppsögn erfðafestu í Naustahverfi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erfðafestusamningum vegna landa nr. E545, E548, E537, E539, E541, E552, E553 og E554 verði sagt upp og að bæjarlögmanni verði falið að ganga til samninga við erfðafestuhafa um kaup Akureyrarbæjar á erfðafestunum.


13 Kjarnalundur - fasteignagjöld og vatnsskattur
2005030056
Erindi dags. 11. apríl 2005 frá Björgvini Þorsteinssyni hrl. varðandi álagningu fasteignagjalda og innheimtu vatnsskatts vegna Kjarnalundar.
Með vísan til röksemda sem fram eru settar í bréfi sviðsstjóra stjórnsýslusviðs dags. 21. mars sl. hafnar bæjarráð erindi bréfritara um niðurfellingu vatnsgjalds og fasteignaskatts.


14 Kaupþing banki hf. - bílastæðamál
2005040058
Erindi dags. 14. apríl 2005 frá Kaupþingi banka hf. varðandi bílastæðamál bankans á Akureyri.
Bæjarráð vísar beiðni um merkingu 5 bílastæða vestan bankans til framkvæmdaráðs og ósk um heimild til gerðar 4 bílastæða við Bankastíg á lóð bankans til umhverfisráðs.


15 Önnur mál
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með nýafstaðna opinbera heimsókn forsetahjónanna hr. Ólafs Ragnars Grímssonar og frú Dorrit Moussaieff og þakkar þeim fyrir komuna.
Bæjarráð þakkar einnig starfsmönnum sínum og forsvarsmönnum fyrirtækja sem að undirbúningi og skipulagningu heimsóknarinnar komu.
Fundi slitið.