Bæjarráð

5972. fundur 07. apríl 2005
3007. fundur
07.04.2005 kl. 09:00 - 10:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2005
2005030167
Erindi dags. 29. mars 2005 frá Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri 2005, þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 í sal Zontaklúbbs Akureyrar að Aðastræti 54.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Bæjarfulltrúum og fulltrúum í menningarmálanefnd er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn.


2 Norðurorka hf. - fundargerð aðalfundar 2005
2005020103
Lögð fram fundargerð aðalfundar Norðuroku hf. sem haldinn var þann 10. mars sl.
Lagt fram til kynningar.


3 Vinabæjamót/Nordiska kontaktmötet í Lahti 2005
2004110093
Erindi dags. 29. mars 2005 frá borgarstjóranum í Lahti þar sem hann vísar í bréf sent Akureyrarbæ 18. nóvember sl., þar sem 2 fulltrúum Akureyrarbæjar var boðið á vinabæjamótið (Nordiska kontaktmöte) í Lahti dagana 16.- 18. júní 2005.
Bæjarstjóri verður fulltrúi Akureyrarbæjar á vinabæjamótinu í Lahti.


4 Eflingarsamningar - umsóknir 2005
2005030124
Lögð fram umsókn frá Rannsóknaþjónustunni ProMat ehf., kt. 550304-3330, um Eflingarsamning.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.


5 Hrísey - félagslegt húsnæði
2005040010
Erindi dags. 1. apríl 2005 frá Íbúðalánasjóði er varðar afskrift hluta af skuldum vegna félagslegs húsnæðis í Hrísey.
Bæjarráð fellst á tillögu sjóðsins og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Íbúðalánasjóð.

Þegar hér var komið vék bæjarstjóri af fundi kl. 10.00.

6 Fasteignaskattur - undanþágur
2005020039
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram minnisblað um málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Oktavía Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 10.18.


Fundi slitið.