Bæjarráð

5959. fundur 31. mars 2005

Bæjarráð - Fundargerð

3006. fundur

31.03.2005 kl. 09:00 - 10:55

Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:

Starfsmenn:

Jakob Björnsson formaður

Þórarinn B. Jónsson

Sigrún Björk Jakobsdóttir

Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir

Oktavía Jóhannesdóttir

Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi

Kristján Þór Júlíusson

Jón Bragi Gunnarsson

Jón Birgir Guðmundsson

Dan Jens Brynjarsson

Karl Guðmundsson

Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari

1 Sala félagslegra íbúða - 2005

2005010013

Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 5g.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

2 Eyþing - aðalfundur 2005

2005030110

Erindi dags. 15. mars 2005 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana

23.- 24. september 2005 á Narfastöðum í Reykjadal.

Lagt fram til kynningar.

3 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2005

2005030117

Erindi dags. 16. mars 2005 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins föstudaginn 22. apríl nk. í Skjólbrekku í Mývatnssveit kl. 16:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

4 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - ársreikningur 2004

2005030120

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 16. mars 2005 ásamt ársreikningi og endurskoðuðum reikningum Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

5 Lundur - styrkbeiðni

2004060002

Erindi dags. 9. mars 2005 frá stjórn Lundar, rekstrarfélags til fjármögnunar, smíði og rekstrar nemendagarða á Akureyri þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann auki styrkveitingu sína til byggingar nýju nemendagarðanna um 10 milljónir til viðbótar fyrri styrkveitingu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.

6 Gjaldskrár menningarstofnana

2004120007

21. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 10. mars 2005.

Lögð var fram gjaldskrá fyrir Ketilhúsið í Listagili. Menningarmálanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

7 Gjaldskrá leikskóla

2005010153

Samkvæmt bókun bæjarráðs dags. 17. mars 2005 var bæjarstjóra falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.

Bæjarráð vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8 Daggæsla - niðurgreiðslur

2005010155

Samkvæmt bókun bæjarráðs dags. 17. mars 2005 var bæjarstjóra falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.

Bæjarráð vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir vék af fundi kl. 10.20.

9 Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. - urðunarstaður

2005030003

Fyrir var tekin að nýju ályktun fulltrúa aðildarsveitarfélaga og stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., sem samþykkt var á fundi þann 9. mars sl. Áður á dagskrá bæjarráðs 17. mars sl.

Bæjarráð samþykkir að Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. fái til afnota hluta jarðarinnar Skjaldarvíkur í Hörgárbyggð fyrir urðunarstað úrgangs og jarðgerðarstöð. Samþykkt þessi felur í sér að Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. getur þegar hafist handa við forrannsóknir, öflun tilskilinna leyfa og nauðsynlegra skipulagsbreytinga vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Bæjarstjóra er falin gerð nauðsynlegra samninga af hálfu Akureyrarbæjar vegna samþykktarinnar.

Kristján Þór Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu á 10. lið.

10 Alþjóðleg víkingahátíð á Akureyri

2005030151

Erindi dags. 30. mars 2005 frá Þórhalli Arnórssyni, Pétri Þ. Gunnarssyni og Valmundi P. Árnasyni þar sem þeir óska eftir að Akureyrarbær styrki framkvæmd alþjóðlegrar víkingahátíðar sem haldin verður á Akureyri daganna 24.- 26. júní nk. um eina milljón króna.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 af styrkveitingum bæjarráðs.

 

 

Fundi slitið.