Bæjarráð

5930. fundur 17. mars 2005
3005. fundur
17.03.2005 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sala félagslegra íbúða - 2005
2005010013
Lagt fram kauptilboð í Skarðshlíð 28g.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


2 Starfshópur um byggðaáætlun
2003120057
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar og Bjarni Jónasson formaður starfshópsins mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð. Lagðar voru fram fundargerðir starfshópsins dags. 29. júní,
21. september og 16. nóvember 2004 og 9. mars 2005.
Bæjarráð þakkar starfshópnum vel unnin störf og samþykkir að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu í málinu og úrvinnslu tillagnanna.


3 Ársreikningur 2004
2005030057
Tekinn fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 sem bæjarstjórn 15. mars sl. vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


4 Heilsueflingarráð 2005
2005010057
Heilsueflingarráð Akureyrar stendur fyrir fundi fimmtudaginn 7. apríl nk. um stöðu og framvindu heilsueflingar á Akureyri. Ráðið óskar eftir að bæjarfulltrúar sæki fundinn.5 Landsvirkjun - níundi samráðsfundur
2005030079
Erindi dags. 11. mars 2005 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til níunda samráðsfundar fyrirtækisins föstudaginn 8. apríl nk. á Hótel Nordica í ráðstefnusal A, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
og hefst hann kl. 13:30. Bæjarstjóra er boðið að sitja fundinn. Jafnframt er þess farið á leit að tilnefndir verði 4 fulltrúar Akureyrarbæjar til að sitja fundinn.
Bæjarráð tilnefnir eftirtalda sem fulltrúa Akureyrarbæjar á fundinum: Þóra Ákadóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Oktavía Jóhannesdóttir og Jón Erlendsson og til vara: Sigrún Björk Jakobsdóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Gerður Jónsdóttir og Jóhannes G. Bjarnason


6 Eimskipafélag Íslands ehf. - ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi
2005010025
Erindi dags. 9. mars 2005 frá Steingrími Péturssyni f.h. Eimskipafélags Íslands ehf. varðandi uppsögn á lóðarleigusamningi dags. 8. ágúst 1987. Óskað er eftir að bæjaryfirvöld á Akureyri sýni fyrirtækinu skilning á starfsemi þess í bænum og hefji strax samninga við félagið um endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.


7 Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. - urðunarstaður
2005030003
Lögð fram ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. og fulltrúa aðildarsveitarfélaga 9. mars 2005. Í ályktuninni er þess farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar "að fá til afnota hluta af jörðinni Skjaldarvík fyrir urðunarstað úrgangs og jarðgerðarstöð". Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8 Gjaldskrá leikskóla
2005010153
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 14. mars 2005.
Skólanefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrá leikskóla verði einfölduð frá því sem nú er með því að hafa eitt gjald fyrir alla. Þetta verði gert með því að lækka almenna gjaldskrá leikskóla um 25%, þannig að grunngjald fyrir dvalartímann lækki úr kr. 2.846 í kr. 2.134.
Gjaldskrárbreytingin taki gildi frá og með 1. maí 2005. Gjald vegna allra barna sem tekin eru inn í leikskóla bæjarins eftir 1. maí nk. mun fara eftir nýrri gjaldskrá.
Vegna þeirra barna sem nú þegar eru inni í leikskóla á lægsta taxta, er lagt til að gjaldskrá þeirra hækki í þrepum. Þann 1. september nk. hækki gjaldskrá þeirra úr kr. 1.423 í kr. 1.778 pr. dvalartíma eða úr kr. 11.385 á mánuði fyrir 8 dvalartíma á dag í kr. 14.224. Frá 1. september 2006 greiði allir sama gjald.
Systkinaafsláttur verði óbreyttur þ.e. 30% fyrir annað barn, 60% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Þessi afsláttur er veittur í gegnum allt kerfið þ.e. frá daggæslu til skólavistunar grunnskóla.
Vegna hækkunar á afsláttargjaldskrá leggur skólanefnd til við bæjarráð að leitað verði leiða til þess að mæta tekjulægstu barnafjölskyldunum.
Þessi tillaga hefur í för með sér allt að kr. 14.000.000 í viðbótarútgjöld á þessu fjárhagsári og sækir skólanefnd því um þá upphæð til viðbótar í fjárhagsramma ársins.
Bæjarráð samþykkir tillögur skólanefndar. Viðbótarútgjöldum á árinu 2005 verði mætt með skerðingu veltufjár. Bæjarstjóra er falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.
Oktavía Jóhannesdóttir og Jón Erlendsson óska bókað að þau muni taka afstöðu til málsins þegar ljóst verður hvernig komið verði til móts við tekjulægstu barnafjölskyldurnar.9 Daggæsla - niðurgreiðslur
2005010155
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 14. mars 2005.
Skólanefnd leggur til við bæjarráð:
Að tekin verði upp föst niðurgreiðsla til allra foreldra vegna vistunar barns hjá daggæsluaðila. Þessi niðurgreiðsla verði kr. 2.500 á mánuði fyrir hverja dvalarstund þó að hámarki 8 dvalarstundir á dag, þannig að hæst geti niðurgreiðslan orðið kr. 20.000 á mánuði.
Breytingin taki gildi frá og með 1. júní 2005.
Að systkinaafsláttur verði óbreyttur þ.e. 30% fyrir annað barn, 60% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Þessi afsláttur er veittur í gegnum allt kerfið þ.e. frá daggæslu til skólavistunar grunnskóla.
Vegna hækkunar hjá þeim sem hafa notið mestrar niðurgreiðslu fram að þessu verði leitað leiða til þess að mæta tekjulægstu barnafjölskyldunum.
Að frá og með 1. janúar 2006 gildi þessi niðurgreiðsla frá mánaðamótum eftir að barn verður
9 mánaða fyrir foreldra sem eru í sambúð eða giftir.
Þessi tillaga hefur í för með sér allt að kr. 500.000 í viðbótarútgjöld á þessu fjárhagsári og sækir skólanefnd því um þá upphæð til viðbótar í fjárhagsramma ársins.
Bæjarráð samþykkir tillögur skólanefndar. Viðbótarútgjöldum á árinu 2005 verði mætt með skerðingu veltufjár. Bæjarstjóra er falið að gera tillögu til bæjarráðs um með hvaða hætti komið verði til móts við barnafjölskyldur með lágar ráðstöfunartekjur.


10 Myndlistaskólinn á Akureyri
2003090058
Bæjarstjóri og formaður menningarmálanefndar gerðu grein fyrir stöðu viðræðna Akureyrarbæjar, Myndlistaskólans á Akureyri og Menntamálaráðuneytisins um fyrirkomulag og fjármögnun reksturs skólans í framtíðinni.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Myndlistaskólann á Akureyri. Samningarnir miði að því að áfram verði tryggð öflug starfsemi skólans í bæjarfélaginu.Fundi slitið.