Bæjarráð

5905. fundur 10. mars 2005
3004. fundur
10.03.2005 kl. 09:00 - 11:48
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ársreikningur 2004
2005030057
Rætt um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2004.
Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum. Einnig sat bæjarfulltrúi Gerður Jónsdóttir fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


2 Naustahverfi - 2. áfangi og Ægisnes (Krossaneshagi)
2005020133
35. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. febrúar 2005.
Vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum beinir umhverfisráð því til bæjarráðs að gatnaframkvæmdum í 2. áfanga Naustahverfis verði flýtt svo og gatnaframkvæmdum við Ægisnes (Krossaneshaga).
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdaráði að leggja fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna flýtingar gatnagerðarframkvæmda í 2. áfanga Naustahverfis.
Bæjarráð frestar afgreiðslu varðandi Ægisnes.3 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2005
2005030010
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaðar ráðningar stofnana bæjarins í sumarstörf.4 Landsvirkjun - ársfundur 2005
2005030054
Erindi dags. 7. mars 2005 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til ársfundar Landsvirkjunar árið 2005 sem haldinn verður 8. apríl nk. að Háaleitisbraut 68, Reykjavík og hefst hann kl. 12:30. Þess er óskað að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa á ársfundinn.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn á ársfundinn.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson verði aðalmaður í stjórn Landsvirkjunar f.h. Akureyrarbæjar til eins árs og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs verði varamaður.5 Stökur ehf. - eignarhlutur í Skinnaiðnaði Akureyri ehf.
2005030002
Lagt fram erindi ódagsett, móttekið 1. mars 2005, frá Ormarri Örlygssyni f.h. Staka ehf. þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hluti þess samkomulags sem gert var á árinu 2002 verði látinn ganga til baka.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Stökur ehf. um erindi fyrirtækisins. Samkomulag miði við að Framkvæmdasjóður Akureyrar verði eigandi hlutafjár að nafnverði
5.5 millj. kr. í Skinnaiðnaði Akureyri ehf.6 Norðurskel ehf.
2004120022
Aðkoma Akureyrarbæjar að Norðurskel ehf. Fram var lögð tillaga að verðmati á Sævari TFFO skipaskrárnúmer 1541 og að Akureyrarbær leggi bátinn inn sem hlutafé í félagið á 5.4 millj. kr. og að auki 2.2 millj. kr.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við aðra væntanlega hluthafa um það að Framkvæmdasjóður Akureyrar verði eigandi hlutafjár að nafnverði rúmlega 7.6 millj. kr. í Norðurskel ehf.


7 Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
2003100083
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 3. mars 2005.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til við bæjarráð að hafist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að hún geti hafist á haustdögum 2005.
Fram voru lagðar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað. Einnig voru lagðar fram staðfestingar KEA, Höldurs ehf. og Veitingahússins Greifans um þátttöku fyrirtækjanna í rekstrarkostnaði búnaðarins fyrstu fimm árin.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrir sitt leyti, að ráðist verði í uppsetningu og rekstur búnaðar til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli á árinu 2005. Fjármögnun stofnkostnaðar er vísað til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Bæjarráð fagnar því frumkvæði sem fyrirtæki á Akureyri sýna með þátttöku í rekstrarkostnaði við snjóframleiðsluna.8 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir spurðist fyrir um biðskýli SVA við suðurenda vistgötunnar í Hafnarstræti.
Fundi slitið.