Bæjarráð

5847. fundur 24. febrúar 2005
3003. fundur
24.02.2005 kl. 09:00 - 11:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sala félagslegra íbúða - 2005
2005010013
Lagt fram kauptilboð í Múlasíðu 3f.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


2 Birting - styrkbeiðni
2005020071
Erindi dags. 15. febrúar 2005 frá framkvæmdastjórn Birtingar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 450.000 vegna hátíðar ungs fólks sem haldin verður 9.- 16. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð allt að kr. 450.000. Upphæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


3 Kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Launanefndar sveitarfélaga
2004120083
Fram var lögð tillaga um að Akureyrarbær feli Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við Félag skipstjórnarmanna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


4 Norðurorka hf. - aðalfundur 2005
2005020103
Erindi dags. 17. febrúar 2005 frá Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. mars 2005, kl. 18:00, í fundarsal Norðurorku hf. Rangárvöllum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


5 Sambands íslenskra sveitarfélaga - 19. landsþing
2005020102
Erindi dags. 14. febrúar 2005 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til
19. landsþings sambandsins á Hótel Nordica í Reykjavík föstudaginn 18. mars nk.
Lagt fram til kynningar.


6 Vísindagarðar við Háskólann á Akureyri
2005020110
Bæjarstjóri greindi frá viðræðum sínum við Þorstein Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri um byggingu Vísindagarða við Háskólann.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar styrki verkefnið með framlagi að upphæð
kr. 1.000.000.7 Framlög úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps
2004120091
Erindi dags. 31. janúar 2005 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlög til Akureyrarkaupstaðar vegna sameiningar Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps.
Lagt fram til kynningar.


8 Hafnasamlag Norðurlands - deiliskipulag Vöruhafnar - uppsögn á lóðarleigusamningi
2005010025
Erindi dags. 14. febrúar 2005 frá Hafnasamlagi Norðurlands varðandi deiliskipulag Vöruhafnar á Oddeyri og uppsögn lóðarleigusamnings Akureyrarbæjar við Eimskipafélag Íslands hf. Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að lóðarleigusamningi Akureyrarbæjar við Eimskipafélag Íslands hf. frá 8. ágúst 1987 verði sagt upp.


9 Landsvirkjun - eignarhluti
2000050071
Lögð fram viljayfirlýsing iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjórans á Akureyri um að íslenska ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Áður kynnt í bæjarráði. Einnig lagt fram erindi dags. 18. febrúar 2005 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu varðandi skipan í samninganefnd.
Í samræmi við ákvæði í viljayfirlýsingunni tilnefnir bæjarráð Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem fulltrúa Akureyrarbæjar í samninganefnd.


10 Þriggja ára áætlun 2006-2008
2004120018
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2006-2008.
Bæjarráð vísar áætluninni til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.Fundi slitið.