Bæjarráð

5749. fundur 10. febrúar 2005
3002. fundur
10.02.2005 kl. 09:00 - 11:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sala félagslegra íbúða - 2005
2005010013
Lagt fram kauptilboð í Keilusíðu 11h.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

Þórarinn B. Jónsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir mættu á fundinn kl. 09.40.

2 Fasteignaskattur - undanþágur
2005020039
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram upplýsingar um fasteignir sem fallið hafa út af lista yfir fasteignir sem undanþegnar eru fasteignaskatti.
Lagt fram til kynningar.


3 Byggðakvóti - úthlutun
2005010149
Lögð fram tillaga um úthlutun byggðakvóta vegna Hríseyjar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Sjávarútvegsráðuneytinu til staðfestingar.


4 Tjaldsvæðis- og útilífsmiðstöð að Hömrum - samningur
2003090039
Lagt fram minnisblað dags. 27. janúar 2005 frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um stöðu samninga við Skátafélagið Klakk ásamt bréfi dags. 25. janúar 2005 frá stjórn og samninganefnd Útilífsmiðstöðvar að Hömrum.
Lagt fram til kynningar.


5 Lífeyrisskuldbindingar Akureyrarbæjar
Rætt um lífeyrisskuldbindingar Akureyrarbæjar gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar.


6 Þriggja ára áætlun 2006-2008
2004120018
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2006-2008.
Fundi slitið.