Bæjarráð

5729. fundur 03. febrúar 2005
3001. fundur
03.02.2005 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kaupskylda og forkaupsréttur á félagslegum íbúðum 2005
2005010096
Lagður fram viðauki dags. 1. febrúar 2005 við skýrslu um forkaupsrétt og kaupskyldu félagslegra eignaríbúða á Akureyri, sem lögð var fram í bæjarráði 27. janúar sl.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2 Borgir v/Norðurlandsbraut - beiðni um kaup
2005010133
15. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 26. janúar 2005.
Erindi dags. 19. janúar 2005 þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær kaupi fasteignina Borgir v/Norðurlandsbraut á markaðsverði.
Umhverfisráð vísar erindinu til bæjarráðs, en mælir með því að orðið verði við beiðninni þar sem skv. deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að húsið víki.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að eiga viðræður við bréfritara.


3 Vátryggingaviðskipti
2005020005
Staða viðræðna um vátryggingaviðskipti Akureyrarbæjar. Fram var lögð tillaga um framlengingu vátryggingasamnings Akureyrarbæjar við Sjóvá Almennar tryggingar hf. um eitt ár eða til ársloka 2006. Tillaga þessi er meðal annars fram komin vegna hagræðingarkröfu þeirrar sem samþykkt var í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005, en einnig vegna væntanlegra breytinga á skipan sveitarfélaga í Eyjafirði á árinu 2006. Samningurinn fellur úr gildi þann 31. desember 2006 og þarf því útboð á vátryggingum Akureyrarbæjar að fara fram á seinnihluta þess árs, þannig að nýr samningur taki gildi þann 1. janúar 2007.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Þórarinn B. Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.4 Lundarhverfi - lega tengibrauta
2004120106
Lögð fram verkefnis- og kostnaðaráætlun frá Alta ehf. um almenna kynningu meðal bæjarbúa á niðurstöðum vinnuhóps umhverfisráðs um framtíðarlegu tengibrauta í og við Lundarhverfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Alta ehf. á grundvelli framlagðra gagna og umræðna á fundinum.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.5 Tjaldsvæði við Þórunnarstræti - endurbætur
2004080011
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 7. janúar 2005.
Gerð var grein fyrir tillögum framkvæmdaráðs, en bæjarráð fól ráðinu að gera tillögur um framtíð tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti og hugsanlegar úrbætur á því. Framkvæmdaráð leggur til að enn um sinn verði rekið tjaldsvæði við Þórunnarstræti. Til að svo megi verða er lagt til að áður en starfsemi hefst á svæðinu í vor verði það girt af, lokið verði fullnaðarfrágangi bifreiðastæða norðan þess og lagfæringar gerðar á tengingum rafmagns og vatns á svæðinu. Með þessu móti telur framkvæmdaráð að komið sé til móts við þær athugasemdir og umkvartanir sem íbúar í næsta nágrenni svæðisins hafa komið á framfæri og einnig að öryggi gesta og starfsfólks sé betur tryggt.
Bæjarráð samþykkir tillögur framkvæmdaráðs enda rúmist kostnaður við þær framkvæmdir sem ráðist verður í innan fjárhagsramma framkvæmdadeildar á árinu 2005.Fundi slitið.