Bæjarráð

5715. fundur 27. janúar 2005
Bæjarráð - Fundargerð
3000. fundur
27.01.2005 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi Hafnasamlags Norðurlands
2004040039
Hörður Blöndal hafnarstjóri og Björn Magnússon formaður hafnarstjórnar mættu á fund bæjarráðs og kynntu starfsemina.2 Miðbraut 12, Hrísey - sala
2005010117
Lagt fram kauptilboð í Miðbraut 12, Hrísey.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


3 Tjarnarlundur 1B - kaup
2005010127
Lagt fram kauptilboð í Tjarnarlund 1B.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Rauði kross Íslands - þakkarbréf
2005010001
Lagt fram bréf dags. 18. janúar 2005 frá Sigrúnu Árnadóttur f.h. Rauða kross Íslands þar sem bæjaryfirvöldum eru færðar þakkir fyrir rausnarlegt framlag til hjálparstarfs félagsins.
Lagt fram til kynningar.


5 Landsvirkjun - skuldabréfaútgáfa v/Landsnets hf.
2005010123
Erindi dags. 21. janúar 2005 frá Landsvirkjun þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann veiti samþykki við fyrirhugaðri skuldabréfaútgáfu Landsvirkjunar að fjárhæð 22 milljarða króna til að mæta fjárþörf vegna virkjunarframkvæmda og fjármögnunar Landsnets hf. á árinu 2005.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Dómsmál nr. 258/2004
2001040079
Lagður fram dómur Hæstaréttar dags. 20. janúar 2005 í máli Akureyrarbæjar gegn Guðrúnu Sigurðardóttur og gagnsök nr. 258/2004. Upplýst var að í ljósi umræðu um fordæmisgildi dómsorðsins hefur þess verið óskað að málið verði tekið til umræðu innan Launanefndar sveitarfélaga.
Jón Erlendsson lagði fram bókun svohljóðandi:
"Á grunni starfsmats sem Akureyrarbær gerði að frumkvæði jafnréttisnefndar árið 1995, þar sem metin voru störf þriggja para karla og kvenna í stjórnunarstöðum, gerðu allar þrjár konurnar kröfu um leiðréttingu launa sinna til jafns við þá karla sem störf þeirra höfðu verið borin saman við. Akureyrarbær hafnaði þeim öllum. Í kjölfarið hafa risið þrjú dómsmál gegn Akureyrarbæ og hefur hann tapað tveimur þeirra fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti og einu að hluta til fyrir Héraðsdómi. Ég bið um að lögð verði fyrir bæjarráð greinargerð um þann málskostnað sem Akureyarbær hefur haft af þessum málarekstri."7 Kaupskylda og forkaupsréttur á félagslegum eignaríbúðum 2005
2005010096
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram greinargerð dags. 25. janúar 2005 varðandi kaupskyldu og forkaupsrétt á félagslegum eignaríbúðum í janúar 2005.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8 Þriggja ára áætlun 2006-2008
2004120018
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2006-2008.
Fundi slitið.