Bæjarráð

5670. fundur 20. janúar 2005
Bæjarráð - Fundargerð
2999. fundur
20.01.2005 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Hermann Jón Tómasson
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Verkfallslisti - auglýsing 2005
2004120107
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, sem sat fundinn undir þessum lið, lagði fram lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.
Bæjarráð staðfestir framlagðan lista.


2 Sala félagslegra íbúða - 2005
2005010013
Lögð fram kauptilboð í Vestursíðu 26c og Vestursíðu 20-201.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


3 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni
2005010071
Erindi dags. 12. janúar 2005 frá sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar og sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarráðs.
Í fjárhagsáætlun 2005 er gert ráð fyrir styrkveitingu að upphæð kr. 600.000 til hvorrar sóknar. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um hækkun styrksins.


4 Fjárhagsupplýsingakerfi
2005010028
Lögð fram drög að samningi við Nýherja hf.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Nýherja hf. á grundvelli samningsdraganna.Fundi slitið.