Bæjarráð

5639. fundur 06. janúar 2005
2997. fundur
06.01.2005 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Hermann Jón Tómasson
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar og Halldór Ragnar Gíslason verkefnastjóri Vaxtarsamnings mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála og fjárhags- og starfsáætlun ársins 2005.2 Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2005-2006
2004120085
Lögð var fram tillaga að endurnýjuðum samningi við Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri. Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri fór yfir samninginn. Einnig lögð fram skýrsla um úthlutanir úr Verkefnasjóði HA árið 2004, samtals að upphæð kr. 1.260.000.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


3 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ
2004040054
Lagðar fram tillögur vinnuhóps um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ. Þórarinn B. Jónsson formaður vinnuhópsins fór yfir tillögurnar. Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Gerður Jónsdóttir fulltrúi í vinnuhópnum sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


4 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - áætluð kostnaðarskipting 2005
2004120108
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 28. desember 2004 ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins og áætlaða kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga fyrir
árið 2005.
Lagt fram til kynningar.


5 Innleystar félagslegar íbúðir - 2005
2005010012
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 05-001 verði seld á almennum markaði.


6 Álagning fasteignagjalda árið 2005
2004110039
Unnið að endurskoðun afsláttarreglna ofl.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


7 Þriggja ára áætlun 2006-2008
2004120018
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2006-2008 sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum
14. desember sl. til bæjarráðs og síðari umræðu.
Fundi slitið.