Bæjarráð

5625. fundur 30. desember 2004
2996. fundur
30.12.2004 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Fjárhagsupplýsingakerfi
2003020033
Lögð fram tillaga verkefnishóps um upplýsingakerfi fyrir Akureyrarbæ um að gengið verði til skýringarviðræðna við Nýherja hf. um tilboð fyrirtækisins í kaup, innleiðingu og þjónustu við SAP-hugbúnað og við Skyggni hf. um rekstur og hýsingu á hugbúnaðinum.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til skýringarviðræðna við Nýherja hf. og samningaviðræðna við Skyggni hf.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2 Framlenging þjónustusamnings við Skyggni hf.
2004120102
Lögð fram tillaga um að þjónustusamningur við Skyggni hf. um rekstur tölvukerfa verði framlengdur.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Gunnar Frímannsson verkefnastjóri sat fundinn undir lið 1 og 2.

3 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 - endurskoðun
2003040030
Lögð fram tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2004. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og hagsýslustjóri skýrðu framlögð gögn og gerðu grein fyrir þeim breytingum sem verða við endurskoðunina og leiða til eftirfarandi niðurstaðna á samstæðureikningi. Rekstrarniðurstaða (jákvæð) kr. 135.309.000. Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 20.258.808.000 og handbært fé samkvæmt sjóðstreymisyfirliti verður kr. 1.228.718.000 í árslok.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framkomnar tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun: Ég tel óeðlilegt að endurskoða fjárhagsáætlun svo seint á árinu og greiði því atkvæði gegn málinu.4 Sameining sveitarfélaga í Eyjafirði
2004120092
Lögð fram skýrsla unnin af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri um mat á sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt.
Bæjarráð Akureyrar leggur til að í kosningum um sameiningu sveitarfélaga þann 23. apríl 2005 verði kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt. Sveitarfélögin eru: Siglufjarðarbær, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
Ofangreinda tillögu gerir bæjarráð á grundvelli þess að tímanlega fyrir sameiningarkosningarnar hafi neðangreindar þrjár forsendur verið uppfylltar:
Í fyrsta lagi: Fyrir liggi yfirlýsing stjórnvalda um að ekki komi til þeirrar skerðingar á tekjum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem hið sameinaða sveitarfélag mun að óbreyttu verða fyrir, samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins.
Í öðru lagi: Fyrir liggi staðfesting á upphafi framkvæmda við gerð jarðgangna milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð.
Í þriðja lagi: Samkomulag hafi náðst milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefnatilfærslu og tekjustofna svo sem boðað var við upphaf verkefnisins "Efling sveitarstjórnarstigsins".5 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2005
2004120094
Erindi dags. 20. desember 2004 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Byggðakvóti 2005 - reglur um úthlutun
2004090113
Lögð fram tillaga að reglum um skiptingu úthlutunar á byggðakvóta ársins 2005. Einnig lögð fram fundargerð 5. fundar (aukafundar) samráðsnefndar um málefni Hríseyjar dags. 28. desember 2004 þar sem úthlutunarreglurnar voru til umfjöllunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum tillögum að teknu tilliti til athugasemda samráðsnefndarinnar og umræðna á fundinum og senda þær sjávarútvegsráðuneytinu.


7 Afskriftir krafna 2004
2004120100
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram lista yfir afskrifaðar kröfur.
Bæjarráð samþykkir afskrift krafna samkvæmt framlögðum lista samtals að upphæð
kr. 5.389.702.8 Rauði kross Íslands - fjársöfnun vegna náttúruhamfara
Bæjarráð samþykkir að leggja fram eina milljón króna til fjársöfnunar Rauða kross Íslands vegna neyðarhjálpar til handa íbúum þeirra landa í suður Asíu, sem nú þjást vegna afleiðinga þeirra miklu náttúruhamfara sem urðu þann 26. desember sl. Upphæðin greiðist af liðnum 21-815 - styrkveitingar bæjarráðs.

Fundi slitið.