Bæjarráð

5597. fundur 16. desember 2004
2995. fundur
16.12.2004 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Hjallalund 18-204, Snægil 2-202 og Múlasíðu 5j.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


2 100 ára afmæli Lahti árið 2005
2003040062
Erindi dags. 8. desember 2004 frá borgarstjóranum í Lahti þar sem hann býður 2 fulltrúum Akureyrarbæjar ásamt mökum þeirra að koma í 100 ára afmæli Lathi dagana 31. október -
1. nóvember 2005.
Lagt fram til kynningar.


3 Sveitarstjórnar- og byggðaþróunarfræði - lektorsstaða
2004120012
Erindi dags. 2. desember 2004 frá Andreu Hjálmsdóttur, nema í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri, þar sem reifuð er sú hugmynd að Akureyrarbær styrki stöðu lektors í sveitar- og byggðaþróunarfræði.
Akureyrarbær hefur allt frá stofnun Háskólans á Akureyri leitast við að eiga sem best samstarf við skólann og stutt við uppbyggingu og þróun hans á ýmsan hátt. Nefna má að við formlega opnun hins nýja nýsköpunar- og rannsóknahúss Borga í október sl. veitti Akureyrarbær háskólanum rannsóknastyrk og fyrir dyrum stendur að endurnýja styrktarsamning við verkefnasjóð skólans.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindi bréfritara en lýsir fullum vilja til góðs samstarfs við Félagsvísinda- og lagadeild skólans í framtíðinni um verkefni sem báðir aðilar hafa hag af.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram bókun svohljóðandi:
"Ég tel fulla ástæðu til að taka jákvætt í erindið með því að taka upp viðræður við forsvarsmenn félagsvísinda- og lagadeildar um það hvort og hvernig Akureyrarbær geti lagt sveitarstjórnar- og byggðaþróunarnámi við HA lið."4 Landsmót UMFÍ 2009
2003080026
Lagðar fram umsagnir sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 11. nóvember sl., frá ÍBA, UFA, KA og Þór varðandi tillögur sem fram koma í skýrslu vinnuhóps vegna Landsmóts UMFÍ 2009.
Lagt fram til kynningar.


5 Byggðakvóti 2004 - úthlutun
2004090113
Erindi dags. 6. desember 2004 frá Sjávarútvegsráðuneytinu er varðar útlutun byggðakvóta en 115 þorskígildislestir koma í hlut Hríseyjar á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að gera tillögur til ráðuneytisins um reglur sem gilda eigi um skiptingu úthlutunarinnar til einstakra skipa.
Einnig lagt fram erindi dags. 7. desember 2004 frá Kristjáni R. Kristjánssyni f.h. Sjávarfangs ehf. og Þresti Jóhannssyni f.h. Útgerðarfélagsins Hvamms þar sem þeir óska eftir að kvótanum verði úthlutað á þær tvær fiskvinnslur sem starfræktar eru í Hrísey.
Kynntar voru og ræddar hugmyndir að úthlutunarreglum.
Í ljósi erindis Sjávarútvegsráðuneytisins er ekki hægt að verða við erindi Sjávarfangs ehf. og Útgerðarfélagsins Hvamms.
Afgreiðslu reglna um úthlutun byggðakvóta 2004 frestað til næsta fundar.6 Sala á veitum í Hrísey
2004120050
Lagt fram minnisblað um verðmat dags. 9. ágúst 2004 frá KPMG Endurskoðun Akureyri hf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Norðurorku hf. um kaup fyrirtækisins á hita- og vatnsveitu í Hrísey á grunni minnisblaðsins.


7 Hólatún 22 - beiðni um lækkun á lóðarverði
2004110114
Áður á dagskrá bæjarráðs 9. desember sl. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram greinargerð um málið.
Með vísan til fram lagðra upplýsinga getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.


8 Sjafnarnes/Ægisnes - gatnagerðargjöld
2003110016
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. desember 2004.
Tekið var fyrir erindi Þórs Konráðssonar f.h. Arnarfells ehf., kt. 041286-1399, þar sem óskað er eftir að nýtingarhlutfall á lóðunum Sjafnarnesi 2 og Ægisnesi 3 verði fært niður í 0,10 úr 0,35 og það hlutfall notað sem reiknistuðull fyrir gatnagerðargjöldum. Umhverfisráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar erindinu, en felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við bréfritara um uppgjör skulda.


9 Súlur björgunarsveit - leyfi til flugeldasýningar
2004120031
Erindi dags. 9. desember 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Súlna, björgunarsveitar, kt. 640999-2689, um leyfi til flugeldasýningar við brennuna við Réttarhvamm 31. desember kl. 21:00.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna enda uppfylli umsækjandi skilyrði í reglum sem gilda um skotelda.


10 Áramótabrennur - umsókn um leyfi
2004120058
Erindi dags 15. desember 2004 frá Gunnari Þ. Garðarssyni, kt. 180364-4989, f.h. umhverfis- og tæknisviðs Akureyrarbæjar, þar sem sótt er um leyfi fyrir brennu við Réttarhvamm sunnan Hlíðarfjallsvegar og einnig um leyfi fyrir brennu í malarnámu norðan Ægisgötu 13 í Hrísey.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna enda uppfylli umsækjandi skilyrði í reglum sem gilda um bálkesti og brennur.Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið.