Bæjarráð

5581. fundur 09. desember 2004
2994. fundur
09.12.2004 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-194.


2 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Snægil 14, íbúð 202 og Melasíðu 5K.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


3 Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2003090058
Lögð fram drög að samkomulagi við Myndlistaskólann á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


4 Hólatún 22 - beiðni um lækkun á lóðarverði
2004110114
Erindi dags. 24. nóvember 2004 frá Sigþóri Eiðssyni þar sem hann óskar eftir lækkun á lóðarverði vegna mikils kostnaðar við jarðvegsskiptingu.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um málið. Afgreiðslu frestað.


5 Hafnasamlag Norðurlands bs. - hafnarreglugerð
2004110081
Áður á dagskrá bæjarráðs 25. nóvember sl. Lögð fram tillaga að breytingum á tillögu stjórnar HN að hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Norðurlands er varðar skipulagsþátt reglugerðarinnar, þ.e. gr. 3.3 og 3.4. Tillögurnar koma fram á minnisblaði sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags.
3. desember 2004.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar HN að nýrri hafnarreglugerð að teknu tilliti til ofangreindra breytingartillagna og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni að koma á framfæri við hlutaðeigandi aðila þeim athugasemdum um 5. grein sem fram komu á fundinum.


6 Sameining sveitarfélaga
2003110005
Erindi dags. 3. desember 2004 frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga þar sem umsagnarfrestur um sameiningartillögur er framlengdur.
Lagt fram til kynningar.


7 Grunnskólakennarar - útborguð laun í desember 2004
2004090016
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskaði eftir umræðu um af hverju dregin hafi verið af öll launaskuld grunnskólakennara vegna verkfalls þeirra við útborgun launa fyrir desember 2004.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað:
"Að áliti mínu hefði verið skynsamlegra að dreifa greiðslum á launaskuld kennara á 3 mánuði líkt og flest stærri sveitarfélög í landinu gera. Dreifing greiðslu er einnig í samræmi við tilmæli formanns samninganefndar sveitarfélaga."8 Norðurskel ehf. - verðmat á Sævari 1541
2004120022
Erindi dags. 6. desember 2004 frá Þórarni Þórarinssyni f.h. stjórnar Norðurskeljar ehf. varðandi verðmat á Sævari 1541.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins í ljósi upplýsinga sem fram komu á fundinum um stöðu þeirrar vinnu sem fram fer varðandi endurfjármögnun Norðurskeljar ehf.


9 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2004
2004060007
Yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-október.
Lagt fram til kynningar.


10 Þriggja ára áætlun 2006-2008
2004120018
Fram var lagt frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Aðalsjóðs Akureyrarbæjar, fyrirtæki hans og stofnanir fyrir árin 2006-2008.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


11 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Fyrir var tekið að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun 2005, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu á fundi sínum þann 16. nóvember sl. Einnig tilgreindir liðir í fundargerðum neðangreindra nefnda. Liðirnir varða fjárhagsáætlun 2005.

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 3. desember 2004.
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. desember 2004.
1. liður í fundargerð menningamálanefndar dags. 2. desember 2004.
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 6. desember 2004.
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. desember 2004.
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 8. desember 2004.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram í nefndum milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Þá greindi bæjarstjóri frá því að endanleg ákvörðun um álagningu fasteignagjalda árið 2005 verði tekin þegar álagningargrunnur liggur fyrir í janúar nk. Jafnframt fari þá fram endurskoðun tekjuviðmiðunar vegna afsláttar til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.


Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Dvalarheimili aldraðra
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf.
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri

Tillögur að bókunum:

a) Starfsáætlanir
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2005. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og afgreiðslu.

b) Gjaldskrár
Til þess að mæta áhrifum verðlagshækkana á launum og þjónustu í rekstri Akureyrarbæjar eru tillögur nefnda um gjaldskrárbreytingar í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005. Fjármálaþjónusta hefur tekið saman yfirlit um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á gjaldskrám og var það lagt fram undir þessum lið og koma þær til afgreiðslu með fjárhagsáætlun við síðari umræðu.

c) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið til að nýta skatttekjur sveitarfélagins eins vel og kostur er. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu. Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.Fundi slitið.