Bæjarráð

5555. fundur 02. desember 2004
2993. fundur
02.12.2004 kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Fjárhagsupplýsingakerfi
2003020033
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Gunnar Frímannsson verkefnastjóri gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins.


Gunnar Frímannsson vék af fundi.

2 Starfsmat Launanefndar sveitarfélaga og Einingar/Iðju og Kjalar - innleiðing
2003090004
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti innleiðingu starfsmatsins.


Halla Margrét Tryggvadóttir vék af fundi.

3 Lahti - kontaktmannafundur 16.- 18. júní 2005
2004110093
Erindi dags. 18. nóvember 2004 frá Lahti, vinabæ Akureyrar í Finnlandi, þar sem boðað er til kontaktmannafundar 16.- 18. júní 2005.
Lagt fram til kynningar.


4 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2004
2004060098
Lögð fram greinargerð um rekstur tjaldsvæðanna um síðastliðna verslunarmannahelgi.
Bæjarráð vísar greinargerðinni til framkvæmdaráðs.


5 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2004060015
Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá bæjarráðs 18. nóvember sl.
Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Gjaldskrár ÍTA
2004110082
3. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 24. nóvember 2004.
Gjaldskrár ÍTA fyrir árið 2005 voru endurskoðaðar og samþykkti íþrótta- og tómstundaráð fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingar sem taka skulu gildi 1. janúar 2005 og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð mun taka afstöðu til gjaldskrárbreytinganna við frágang fjárhagsáætlunar 2005.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Lögð voru fram drög að framkvæmdaáætlun áranna 2005-2008.
Fundi slitið.