Bæjarráð

5537. fundur 25. nóvember 2004
Bæjarráð - Fundargerð
2991. fundur
25.11.2004 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Oddur Helgi Halldórsson sat fundinn undir 1., 2., 3., og 6. lið.
1 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lagt fram kauptilboð í Snægil 22 - íbúð 202.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 18. landsþing
2004090087
Erindi dags. 15. nóvember 2004 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi
18. landsþing sambandsins.
Lagt fram til kynningar.


3 Leikfélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2003-2004
2004110063
Lagður fram til kynningar, ársreikningur LA fyrir tímabilið 1. ágúst 2003 til 31. júlí 2004.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með stórbætta afkomu félagsins á liðnu starfsári.


4 Hafnasamlag Norðurlands bs. - hafnarreglugerð
2004110081
Erindi dagsett 18. nóvember 2004 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem óskað er eftir að meðeigendur Hafnasamlagsins kynni sér meðfylgjandi tillögu stjórnar að hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Norðurlands og taki afstöðu til hennar.
Lagt fram til kynningar.


5 Kaupfélag Eyfirðinga - vegur um Stórasand og Arnarvatnsheiði
2004110091
Erindi móttekið 11. nóvember 2004 frá Kaupfélagi Eyfirðinga þar sem kynnt er að til standi að stofna félag um undirbúning að lagningu vegar um Stórasand og Arnarvatnsheiði og þess farið á leit við Akureyrarbæ að hann leggi 3 milljónir króna til félagsins sem hlutafé.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar taki þátt í stofnun undirbúningsfélagsins með hlutafjárframlagi að upphæð 3 milljónir króna.


6 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Bæjarstjóri kynnti hugmyndir meirihluta um breytingar á rekstraráætlun aðalsjóðs á milli umræðna.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið.