Bæjarráð

5472. fundur 04. nóvember 2004
2988. fundur
04.11.2004 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Oddur Helgi Halldórsson mætti á fundinn kl. 09.30.
1 Hrísey - sjálfbært samfélag
2004080049
Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri mætti á fundinn og kynnti verkefni um sjálfbært samfélag í Hrísey.2 Northern Forum - umhverfisþing ungmenna 2005 - YEF
2004110001
Fyrirhugað er að halda umhverfisþing ungmenna, "Youth Eco Forum" á vegum Northern Forum samtakanna á Akureyri árið 2005. Umhverfisþingið 2004 var haldið í Sapporo í Japan og sóttu fulltrúar frá Akureyri það mót.
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri mætti á fundinn, kynnti málið og lagði fram minnisblað dags. 1. nóvember 2004 ásamt kostnaðaráætlun.
Bæjarráð vísar erindi markaðs- og kynningarstjóra um fjárveitingu vegna fyrirhugaðs þinghalds til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.

Þegar hér var komið viku Guðmundur Sigvaldason og Sigríður Stefánsdóttir af fundi.

3 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Múlasíðu 5k og Hjallalund 22-103.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


4 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-182.


5 SVA - endurnýjun vagna
2004100090
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 29. október 2004.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að veitt verði heimild að fjárhæð kr. 18 milljónir til kaupa á nýjum strætisvagni og 1.2 milljónir kr. til kaupa og uppsetningar á tveimur biðskýlum á árinu 2005.
Bæjarráð vísar liðnum til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.


6 Umhverfismál 2005
2004090001
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 29. október 2004.
Tekin var fyrir framkvæmdaáætlun fyrir árin 2005-2008. Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs. Ráðið leggur til að á árunum 2005-2008 verði varið allt að 45 milljónum króna til uppbyggingar og endurgerðar eldri leiksvæða í bænum í samræmi við nýja reglugerð og fyrirliggjandi áætlun framkvæmdadeildar.
Bæjarráð vísar liðnum til gerðar fjárhagsáætlunar 2005 og gerðar þriggja ára áætlunar fyrir tímabilið 2006-2008.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Fundi slitið.