Bæjarráð

5447. fundur 28. október 2004
2987. fundur
28.10.2004 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
2003060058
Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri mætti á fundinn og kynnti starfsemi skrifstofunnar. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Páll Jónsson, Hlynur Jónsson, Steingrímur Birgisson, Bergþór Erlingsson og Knútur Karlsson frá ferðaþjónustuaðilum og Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri markaðs- og kynningarmála hjá Akureyrarbæ.2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-179, 04-180 og 04-181.


3 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Hjallalund 22-105 og Móasíðu 9a.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


4 Menningarhús
2004080041
Rætt um stöðu og framhald verkefnisins.5 Háskólinn á Akureyri - Rannsóknasjóður
2004100069
Lögð fram tillaga um rannsóknafé sem nemur 2 millj. kr. árlega í 5 ár til Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri í tilefni vígslu Borga, rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, þann 22. október 2004. Kynnt í bæjarráði 21. október sl.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.


6 Glerárkirkja - styrkbeiðni
2004080082
13. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 21. október 2004.
Menningarmálanefnd óskar eftir því að bæjarráð taki til umfjöllunar beiðni um styrk til að standa straum að uppsetningu steindra glugga eftir Leif Breiðfjörð í kirkjuskip Glerárkirkju. Heildarkostnaður er áætlaður um 14 m.kr.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Fundi slitið.