Bæjarráð

5413. fundur 21. október 2004
Bæjarráð - Fundargerð
2986. fundur
21.10.2004 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-176.


2 Landsvirkjun - lántaka hjá Evrópska fjárfestingabankanum
2004100049
Erindi dags. 15. október 2004 frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir samþykki Akureyrarbæjar vegna lántöku hjá Evrópska fjárfestingabankanum að upphæð EUR 50 milljónir.
Með vísan til 1. og 14. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42 frá 23. mars 1983 leggur bæjarráð til að bæjarstjórn samþykki lántökuna.


3 Landsbanki Íslands hf. - lóð að Strandgötu 1
2000030079
Lagt fram makaskiptaafsal dags. 14. október 2004 milli Landsbanka Íslands hf. og Akureyrarbæjar vegna lóðarinnar Strandgötu 1, Akureyri.
Bæjarráð staðfestir makaskiptaafsalið.


4 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.5 Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar
2004030083
Lögð fram drög að nýrri Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar.
Bæjarráð vísar Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri - vígsla
2002030092
Málið kynnt.7 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri og verkefnum félagsins.8 Önnur mál
Fundur bæjarfulltrúa með þingmönnum Norðausturkjördæmis verður haldinn miðvikudaginn 27. október nk. kl. 12.00 að Hótel KEA.
Fundi slitið.