Bæjarráð

5364. fundur 14. október 2004
2985. fundur
14.10.2004 kl. 09:00 - 10:56
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-172.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-026 verði seld á almennum markaði.


3 Sameining sveitarfélaga - tillögur sameiningarnefndar
2003110005
Ódags. erindi, móttekið 6. október 2004, frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga varðandi tillögur sameiningarnefndar um breytingu á sveitarfélagaskipan.
Lagt fram til kynningar.


4 Afskriftir krafna
2001050150
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um afskriftir krafna að upphæð kr. 2.000.781.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.


5 Ályktun frá baráttufundi kennara á Norðurlandi
2004090016
Lögð fram ályktun frá baráttufundi Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og Kennarasambands Norðurlands vestra 12. október sl., þar sem skorað er á sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi að kynna sér kröfugerð Félags grunnskólakennara og beita áhrifum sínum til að Launanefnd sveitarfélaga gangi að kröfum kennara.
Lagt fram til kynningar.


6 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2005.


Fundi slitið.