Bæjarráð

5348. fundur 07. október 2004
2984. fundur
07.10.2004 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-161.


2 Viðbótarlán 2004 - aukin lánsheimild viðbótarlána
2004010014
Lagt fram minnisblað dags. 5. október 2004 varðandi aukna lánsheimild viðbótarlána 2004.
Bæjarráð samþykkir að sækja um 30 millj. kr. aukna lánsheimild vegna viðbótarlána á árinu 2004.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-024 og 04-025 verði seldar á almennum markaði.


4 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Múlasíðu 7d og Snægil 15-302.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


5 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 2004
2004090105
Erindi dags. 27. september 2004 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem fram kemur að óski sveitarfélög eða héraðsnefndarmenn eftir að fá mál tekin á dagskrá vetrarfundarins
17. nóvember nk. þarf að tilkynna það til framkvæmdastjóra Héraðsnefndar í síðasta lagi miðvikudaginn 3. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


6 Fjárhagsáætlun 2005 - félagssvið
2004060074
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. október 2004 þar sem skólanefnd leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær hætti að greiða kostnað vegna nemenda í Tónlistarskólanum, sem ekki eiga lögheimili á Akureyri. Einnig er lagt til að framvegis verði að liggja fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags nemanda, sem vill stunda nám við Tónlistarskólann, um greiðslu á þeim kostnaði sem til fellur vegna námsins. Þessi breyting taki gildi um næstu áramót. Þá leggur skólanefnd einnig til að "Samkomulagi um tónlistarkennslu" dags. 10. september 1997 milli Akureyrarbæjar annars vegar og sveitarfélaganna sem standa að Tónlistarskóla Eyjafjarðar hins vegar, verði sagt upp, þannig að það falli úr gildi eftir yfirstandandi skólaár.
Bæjarráð samþykkir tillögur skólanefndar.


7 Slökkvilið - húsnæði í Hrísey
2004090112
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. október 2004 þar sem framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að heimila Fasteignum Akureyrarbæjar á árinu 2004 kaup á húsnæði fyrir slökkvibifreið og annan búnað Slökkviliðs Akureyrar í Hrísey svo og að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á húsnæðinu. Áætlaður heildarkostnaður er 2 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs, fjármögnun verði mætt með skerðingu veltufjár.


8 Samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum
2004030091
Lögð fram drög að samningi dags. 7. október 2004 milli Akureyrarbæjar og Fjölís, kt. 491285-0289, f.h. rétthafa á verkum sem njóta höfundaréttarverndar og nýtt eru með ljósritun og annarri hliðstæðri eftirgerð rita.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


9 Önnur mál
Aðgerðir á svæði Akureyrarhafnar.
Bæjarráð telur mikilvægt að leiðrétta misskilning sem fram kom í fréttum gærdagsins varðandi aðgerðir á hafnarsvæðinu. Akureyrarbær hefur enga afstöðu tekið í þeirri deilu sem um ræðir.


Fundi slitið.