Bæjarráð

5337. fundur 30. september 2004
2983. fundur
30.09.2004 kl. 09:00 - 11:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Íbúðalánasjóður - heimild til veitingar viðbótarlána 2005
2004090091
Lagt fram minnisblað vegna umsóknar til Íbúðalánasjóðs um heimild til veitingar viðbótarlána á árinu 2005.
Bæjarráð staðfestir umsókn um heimild til veitingar viðbótarlána á árinu 2005 að upphæð
250 millj. kr.2 Íbúðalánasjóður - lánveitingar til leiguíbúða 2005
2004090096
Umsókn um lán til leiguíbúða.
Bæjarráð samþykkir að sækja um lánsheimild til Íbúðalánasjóðs að upphæð 50 millj. kr. vegna leiguíbúða 2005.
Jafnframt óskast ónýtt lánsheimild á árinu 2004 framlengd.3 Fundaáætlun bæjarráðs - 2004
2004030075
Endurskoðuð fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2004.
Lögð fram til kynningar.


4 Heimaþjónusta - tillaga að breytingu á reglum
2004090009
6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 21. september sl. "Heimaþjónusta - tillaga að breytingu á reglum" sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur félagsmálaráði að fara yfir málið að nýju í samvinnu við bæjarlögmann.


5 Minjasafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2004090059
Erindi dags. 14. september 2004 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.300.000 vegna ráðningar verkefnisstjóra að Gásaverkefninu.
Bæjarráð telur eðlilegt að málið sé unnið á vettvangi Héraðsnefndar Eyjafjarðar, en vísar erindinu til skoðunar hjá menningarmálanefnd.


6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 18. landsþing
2004090087
Erindi dags. 21. september 2004 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XVIII. landsþings sambandsins á Hótel Nordica í Reykjavík föstudaginn 26. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


7 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2004
2004060007
Yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-ágúst 2004.
Lagt fram til kynningar.


8 Baldurshagi
2004050113
Lagðir fram undirskriftarlistar sem afhentir voru bæjarstjóra 29. september sl., með nöfnum 1681 einstaklings sem skora á bæjarstjórn Akureyrar að falla frá öllum hugmyndum um byggingu 12 hæða fjölbýlishúss við Baldurshaga.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.