Bæjarráð

5240. fundur 09. september 2004
2980. fundur
09.09.2004 kl. 09:00 - 10:33
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-153.
Umsókn nr. 04-145 - endurupptaka: Bæjarráð hafnar umsókninni.2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-023 verði seld á almennum markaði.


3 Ráðstöfun íbúða í leiguíbúðakerfinu
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun íbúða í leiguíbúðakerfinu.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðirnar að Móasíðu 9A-101, Melasíðu 5K-304 og
Vestursíðu 32F-302 á almennum markaði.4 Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2004
2004090017
Erindi dags. 4. september 2004 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni dagana 27. og 28. september nk. Staðfestur hefur verið fundartími fyrir fulltrúa Akureyrarbæjar mánudaginn 27. september nk. kl. 10.00 á skrifstofu fjárlaganefndar.
Bæjarstjóra falið að undirbúa fundinn af hálfu Akureyrarbæjar.


5 Verkfallsboðun grunnskólakennara
2004090016
Fram var lagt bréf dags. 3. september 2004 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að verkfall félagsmanna Kennarasambands Íslands í grunnskólum Akureyrarbæjar muni hefjast mánudaginn 20. september nk. hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma eða verkfallinu verið aflýst af öðrum ástæðum. Bréfinu fylgdu afrit af bréfi Kennarasambands Íslands til Launanefndar sveitarfélaga dags. 3. september sl., þar sem verkfall er boðað og bréfi kjörstjórnar Kennarasambands Íslands til aðildarfélaga sambandsins dags. 8. júní sl. um niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.
Lagt fram til kynningar.


6 Tómstundastarf aldraðra - gjaldskrá 2004
2004090006
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 6. september 2004 þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á gjaldskrá tómstundastarfs aldraðra. Félagsmálaráð samþykkti tillöguna.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

Fundi slitið.