Bæjarráð

5221. fundur 02. september 2004
2979. fundur
02.09.2004 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir

Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Dvalarheimilið Hlíð - viðbygging
2003060092
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu hönnunar- og annarrar undirbúningsvinnu vegna viðbyggingarinnar.


2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-146, en hafnar umsókn nr. 04-145.


3 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lagt fram kauptilboð í Múlasíðu 7j.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-022 verði seld á almennum markaði.


5 Viðbótarlán - yfirlit 2004
2004010014
Yfirlit um viðbótarlán 2004.
Lagt fram til kynningar.


6 Reykir í Fnjóskadal - sumarhúsabyggð
2004080081
Erindi dags. 24. ágúst 2004 frá forstjóra Norðurorku hf. vegna Reykja í Fnjóskadal, sem ásamt heitavatnsréttindum er í eigu Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. Bendir forstjóri Norðurorku hf. á að í svæðisskipulagi Eyjafjarðar og Fnjóskadals fyrir árin 1998 til 2018 sé gert ráð fyrir sumarhúsabyggð í landi Reykja. Í erindinu er leitað eftir afstöðu Akureyrarbæjar til frekari skipulagsvinnu vegna sumarhúsabyggðar og að Norðurorka hf. sé reiðubúin til að láta skipuleggja svæðið.
Bæjarráð óskar eftir því við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að Norðurorku hf. verði heimilað að vinna skipulagstillögu að sumarhúsabyggð í landi Reykja í Fnjóskadal í samræmi við gildandi svæðisskipulag fyrir árin 1998-2018.


7 Úthlutun almennra kennslustunda 2004-2005
2004040012
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 30. ágúst 2004 þar sem tekin voru fyrir erindi frá skólastjórum Brekkuskóla, Lundarskóla og Giljaskóla með ósk um viðbótarúthlutun kennslustunda vegna fjölgunar nemenda í skólunum frá því áætlanir lágu fyrir í vor.
Skólanefnd samþykkti að úthluta Brekkuskóla 28 kennslustundum, Giljaskóla 14 kennslustundum og Lundarskóla 24 kennslustundum og koma þessar stundir til viðbótar úthlutun frá því í vor. Samþykkt þessi var gerð með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 3.000.000 til að standa undir kostnaði á þessu fjárhagsári.
Bæjarráð samþykkir aukna fjárveitingu til fræðslumála á árinu 2004 að upphæð 3 milljónir króna til að standa straum af kostnaði vegna fjölgunar nemenda í grunnskólum bæjarins umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjárveitingin greiðist af óskiptri fjárveitingu til sameiginlegs kostnaðar af liðnum 21-903.


8 Menningarhús á Akureyri - samkeppni
2004020098
Oddur Helgi Halldórsson fulltrúi í dómnefnd kynnti niðurstöðu dómnefndar og rætt var um framhald verkefnisins.
Bæjarráð skipar Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, Odd Helga Halldórsson og Inga Björnsson í byggingarnefnd menningarhússins. Ingi Björnsson verði formaður nefndarinnar.


9 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2004
2004060007
Lagt fram yfirlit yfir rekstur bæjarsjóðs og stofnana janúar-júlí 2004.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.