Bæjarráð

5202. fundur 26. ágúst 2004
2978. fundur
26.08.2004 kl. 09:00 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-135, 04-137, 04-140 og 04-143, en hafnar umsóknum
nr. 04-138 og 04-141.2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lagðar fram tillögur að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-020 og 04-021 verði seldar á almennum markaði.


3 Iðnaðarsafnið á Akureyri
2004050105
4. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 10. ágúst 2004. Bæjarstjórn felur bæjarráði að tilnefna fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, kt. 230566-2919 og Hall Heimisson,
kt. 260956-3889, sem aðalmenn og Valgerði Jónsdóttur, kt. 290641-4709 og Guðrúnu
Gunnarsdóttir, kt. 310856-2669, sem varamenn í stjórn Iðnaðarsafnsins.4 Málræktarsjóður - fundur í fulltrúaráði
2004080036
Erindi dags. 17. ágúst 2004 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Fundur í fulltrúaráði Málræktarsjóðs verður haldinn 23. september nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson, kt. 260648-2179, sem fulltrúa sinn.


5 Bjarkarlundur-Grenilundur - breyting á deiliskipulagi
2004080018
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. ágúst 2004 þar sem umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að staðfesting á deiliskipulaginu samkvæmt fyrri málsmeðferð verði felld úr gildi. Deiliskipulagstillagan verði síðan samþykkt í samræmi við fyrri samþykktir ráðsins um málsmeðferð og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar skv. 3. og 4. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 93/1997.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs. Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 15. júní 2004.


6 Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi J-reita
2004080019
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 11. ágúst 2004 þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi J-reita við Skálatún þar sem í stað þriggja reita með einbýlishúsi og parhúsi á hverjum reit komi þrjár lóðir fyrir raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs. Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 15. júní 2004.


7 Breytt þjónusta sorphirðu Akureyrarbæjar við opinber fyrirtæki og stofnanir
2004080043
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 20. ágúst 2004 þar sem framkvæmdaráð samþykkti eftirfarandi tillögu og vísaði henni til bæjarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. "Lagt er til að sorphirða Akureyrarbæjar hætti þjónustu við stofnanir og opinber fyrirtæki í bænum og vísi viðskiptavinum sínum þess í stað til sorphirðufyrirtækja á almennum markaði. Breytingarnar taki gildi frá og með 1. janúar 2005."
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

Fundi slitið.