Bæjarráð

5176. fundur 12. ágúst 2004
2977. fundur
12.08.2004 kl. 09:00 - 10:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána 2004
2004060102
Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og lagði fram minnisblað dags. 10. ágúst 2004 varðandi málið.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær geri ekki athugasemdir þótt umsækjendur um viðbótarlán kjósi að greiða upp eldri lán og taka ný með lægri vöxtum.


2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar umsóknum nr. 04-125, 04-126, 04-127 og 04-131.


3 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Melasíðu 1b, Vestursíðu 12c og Hjallalund 1g. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


4 Kynning á starfsemi skrifstofu Ráðhúss, starfsmannaþjónustu og jafnréttismála
2004040039
Dagný Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi kynntu starfsemi sinna deilda.


Fundi slitið.