Bæjarráð

5158. fundur 29. júlí 2004
2976. fundur
29.07.2004 kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Dagný Harðardóttir fundarritari
Dan Jens Brynjarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir


1 Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2003
2004020063
Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála, kynnti nýútkomna ársskýrslu Akureyrarbæjar sem borin var í hús þann 28. júlí sl.


2 Ein með öllu - verslunarmannahelgin 2004
2004060098
Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála, gerði grein fyrir stöðu mála.


3 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-116.


4 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-019 verði seld á almennum markaði.


5 Viðbótarlán - yfirlit 2004
2004010014
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðbótarlán árið 2004.


6 Glerá - leyfi til rannsókna og virkjunar
2003080030
Lagður fram endurskoðaður samningur milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um leyfi til virkjunar Glerár til raforkuframleiðslu, nýtingar á orku, leigu lands o.fl.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


7 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2003110075
Tilkynning frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið staðfestir sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar þann 1. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.


8 Prókúruumboð - 2004
2004070053
Lögð fram tillaga um prókúruumboð.
Með vísan í 3. mgr. 55. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 heimilar bæjarráð bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:
Bæjarlögmanni - Ingu Þöll Þórgnýsdóttur
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs - Dan Brynjarssyni
Sviðsstjóra félagssviðs - Karli Guðmundssyni
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs - Ármanni Jóhannessyni
Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarráð samþykkir að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.


Fundi slitið.