Bæjarráð

5152. fundur 22. júlí 2004

Bæjarráð - Fundargerð
2975. fundur
22.07.2004 kl. 09:00 - 12:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Geimstofan ehf - styrkbeiðni
2004060054
Erindi móttekið 10. júní 2004 frá Geimstofunni ehf. þar sem óskað er eftir styrk til að gefa út myndband á DVD diski um ferðamál á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu um styrkveitingu en felur markaðs- og kynningarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.


2 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerð dags. 30. júní 2004
2004010167
Fundargerðin er í 5 liðum. Einnig lagður fram samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar.
Lagt fram til kynningar.

Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri sat fundinn við afgreiðslu á 1. og 2. lið.

3 Helgamagrastræti leikskóli - breyting á aðalskipulagi
2004040107
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. júlí 2004. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og samsvarandi tillaga að deiliskipulagi leikskólalóðar milli Helgamagrastrætis og Þórunnarstrætis var auglýst skv. 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 19. maí 2004 með athugasemdafresti til 30. júní 2004.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingarmeðferðar skv. 5. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs. Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 15. júní 2004.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðsluna.4 Glerárvirkjun - breyting á aðalskipulagi
2004040047
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. júlí 2004. Lögð var fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi fyrir Glerárgil neðra. Tillagan gerir ráð fyrir því að gamla Glerárvirkjunin frá 1922 verði endurbyggð og látin framleiða rafmagn að nýju. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 21. og 23. gr. skipulags- og byggingarlaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 17. gr. sömu laga.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs. Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 15. júní 2004.


5 Glerárvirkjun - breyting á deiliskipulagi
2004040047
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. júlí 2004. Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Glerárgil neðra. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs. Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 15. júní 2004.

Franz Árnason forstjóri Norðurorku sat fundinn við afgreiðslu á 4. og 5. lið.

6 Brekkugata-Baldurshagi - íbúðir fyrir aldraða
2004050113
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. júlí 2004. Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði heimilað að fullvinna deiliskipulagstillögu á grundvelli framlagðrar hugmyndar um 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum. Jafnframt verði umhverfisdeild falið að setja fram tillögu að samsvarandi breytingu á aðalskipulagi.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu umhverfisráðs en vísar fullnaðarafgreiðslu til bæjarstjórnar.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir og Oktavía Jóhannesdóttir óska bókað:
"Við erum mótfallnar hugmyndum um fyrirhugað fjölbýlishús við Baldurshaga. Í tengslum við verkefnið "Akureyri í öndvegi" fer fram ítarleg yfirferð á þeim reitum í Miðbænum og næsta nágrenni hans sem skynsamlegt er að byggja á í framtíðinni. Okkur finnst réttast að bíða þeirrar niðurstöðu í stað þess að taka grænt svæði sem er mikilvægur hluti bæjarmyndarinnar undir íbúabyggð."


Bjarni Reykjalín deildarstjóri umhverfisdeildar sat fundinn við afgreiðslu á 3. og 6. lið.

7 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-110.


8 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Tekin fyrir að nýju tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 8. júlí 2004.
Bæjarráð samþykkir að íbúð 04-018 verði seld á almennum markaði.


9 Landsvirkjun - stóriðja
2000050071
Lagt fram afrit af bréfi Landsvirkjunar til iðnaðarráðherra dags. 6. júlí 2004 varðandi stuðning eigenda við stóriðjuviðræður Landsvirkjunar.
Lagt fram til kynningar.


10 Reykir I í Fnjóskadal - umsókn um leigu lóðar
2004070020
Erindi dags. 12. júlí 2004 frá Franz Árnasyni þar sem hann sækir um að fá á leigu lóð í landi Reykja I í Fnjóskadal.
Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.11 DjangoJazz Festival - styrkbeiðni
2004070028
Erindi dags. 12. júlí 2004 frá Pétri Bjarnasyni f.h. DjangoJazz Festival Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðarinnar dagana 5.- 7. ágúst 2004.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 12.10.

12 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2004
2004060007
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-maí 2004.
Lagt fram til kynningar.


13 Önnur mál
Smíðavöllur.
Rætt um smíðavöll.Fundi slitið.