Bæjarráð

5134. fundur 08. júlí 2004
Bæjarráð - Fundargerð
2974. fundur
08.07.2004 kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ein með öllu - verslunarmannahelgin 2004
2004060098
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. júní 2004 frá Vinum Akureyrar vegna hátíðarinnar Ein með öllu um verslunarmannahelgina. Áður á dagskrá bæjarráðs 1. júlí sl. Sigríður Stefánsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Vini Akureyrar um kr. 1.050.000 vegna fjölskylduhátíðarhalda um Verslunarmannahelgina.
Styrkurinn er veittur á þeirri forsendu að um fjölskylduhátíð sé að ræða og dagskrá og kynning verði við það miðuð.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að Vinir Akureyrar hafi umráðarétt yfir lausum sölubásum í göngugötunni og á Ráðhústorgi um Verslunarmannahelgina, nánar tiltekið frá hádegi á fimmtudegi og til mánudagskvölds. Framkvæmd málsins er vísað til deildarstjóra umhverfisdeildar.
Ragnari Hólm Ragnarssyni verkefnisstjóra er falið að vera tengiliður Akureyrarbæjar við aðstendendur hátíðarinnar og innan bæjarkerfisins. Honum er jafnframt falið að fjalla um og afgreiða aðrar óskir sem fram koma í bréfinu í samráði og samstarfi við þá sem bera ábyrgð á viðkomandi málum hjá bænum.
Upphæðin færist af styrkveitingum bæjarráðs 21-815 (millifærist á 13-820).2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-099, 04-100 og 04-105.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á umsókn nr. 04-104.3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


4 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar - skýrsla kjörstjórnar Akureyrar
2003110075
Lagt fram afrit af skýrslu kjörstjórnar Akureyrar dags. 27. júní 2004 til Hagstofu Íslands um niðurstöður í atkvæðagreiðslu á Akureyri um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar 26. júní 2004. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru á þann veg að greidd atkvæði voru alls 6.942. Samþykkir sameiningu voru 5.262. Andvígir voru 1.379. Auðir seðlar og ógildir voru 301. Sameiningin var því samþykkt með 75,8% greiddra atkvæða.
Lagt fram til kynningar.


5 Sameining Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps - beiðni um staðfestingu félagsmálaráðuneytisins
2003110075
Beiðni um staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps.
Í ljósi niðurstaðna kosninga um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps, sem fram fóru þann 26. júní sl., er bæjarstjóra í samvinnu við hreppsnefnd Hríseyjarhrepps falið að ganga frá beiðni til félagsmálaráðuneytisins um staðfestingu á gildistöku sameiningarinnar þann 1. ágúst 2004 á grundvelli tillagna sameiningarnefndar.


6 Framkvæmdaáætlun ÍTA 2005-2008
2004060019
Tekinn fyrir að nýju 1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 22. júní 2004. Áður á dagskrá bæjarráðs 24. júní 2004.
Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs gerði grein fyrir málinu og þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli funda. Lögð voru fram drög að samkomulagi og samningum við eftirtalin íþróttafélög um uppbyggingarstyrki frá Akureyrarbæ á tímabilinu 2005-2008.
Bæjarráð samþykkir samning við Bílaklúbb Akureyrar að upphæð 3 milljónir króna vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við Fimleikaráð Akureyrar að upphæð 67 milljónir króna vegna endurbættrar æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla, breytinga í Íþróttahöllinni fyrir keppnis- og sýningaraðstöðu og tækjakaupa.
Bæjarráð samþykkir samning við KKA Akstursíþróttafélag að upphæð 1,5 milljónir króna vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis.
Bæjarráð samþykkir samning við Siglingaklúbbinn Nökkva að upphæð 5 milljónir króna vegna gerðar varnargarða fyrir smábátahöfn.
Bæjarráð samþykkir samning við Golfklúbb Akureyrar að upphæð 30 milljónir króna vegna endurbóta á klúbbhúsi og golfvelli.
Bæjarráð samþykkir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar að upphæð 10 milljónir króna vegna endurbóta á útisvæðum félagsins.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við Hestamannafélagið Létti að upphæð 60 milljónir króna vegna byggingu reiðhallar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra undirritun og frágang samninganna.7 Globodent ehf. - aðalfundur 2004
2004020021
Með tölvupósti dags. 5. júlí 2004 er boðað til aðalfundar Globodent á Íslandi ehf. 12. júlí 2004
kl. 15:00 að Borgartúni 27, Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Þórarinn B. Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.


Fundi slitið.