Bæjarráð

5128. fundur 01. júlí 2004
2973. fundur
01.07.2004 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lagt fram kauptilboð í Tjarnarlund 14j.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


2 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána 2004
2004060102
Samkvæmt reglum um veitingu viðbótarlána skal endurskoða hámarkskaupverð íbúða á 6 mánaða fresti.
Lagt er til að hámarkskaupverð verði sem hér segir:

Fjölskyldustærð      Tillaga       Núverandi
         1        kr.   8.400.000     8.200.000
         2        kr.   9.500.000     9.200.000
         3        kr. 10.900.000    10.600.000
         4        kr. 11.900.000    11.600.000
         5        kr. 13.700.000    13.300.000

Tillagan er gerð með hliðsjón af þróun íbúðaverðs á Akureyri frá desember 2003 skv. verðsjá Fasteignamats ríkisins.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


3 Bifreiðastæði norðan Aðalstrætis 3
2004060065
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. júní 2004 þar sem framkvæmdaráð samþykkir gerð tíu bifreiðastæða á lóðinni Aðalstræti 1. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður kr. 1.3 milljónir og fjármagnast af Bifreiðastæðasjóði. Þessi ákvörðun þarfnast staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samþykkt framkvæmdaráðs.


4 Styrktarsjóður EBÍ 2004
2004060092
Erindi dags. 24. júní 2004 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2004.
Bæjarráð samþykkir að send verði inn umsókn vegna stígagerðar, merkinga ofl. í Krossanesborgum.


5 Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. júní 2004 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Áður á dagskrá bæjarráðs 24. júní 2004. Bjarni Jónasson formaður starfshóps Akureyrarbæjar um byggðaáætlun og Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri sátu fundinn undir þessum lið. Lögð var fram ný útgáfa að drögum að vaxtarsamningi dags. 30. júní 2004.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær gerist aðili að vaxtarsamningnum og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Framlög bæjarsjóðs eru háð samþykkt fjárhagsáætlunar hverju sinni.
Bæjarráð lítur svo á að samningurinn sé einn áfangi í uppbyggingu svæðisins og fagnar honum.
Ráðið ítrekar að nauðsynlegt er að ríkisvaldið samþykki heildstæða byggðaáætlun fyrir svæðið, byggða á tillögum verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð sem kynnt var í mars sl.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég samþykki ekki að gerast aðili að þessum samningi og sit hjá við afgreiðslu hans. Ég tek undir nauðsyn þess að ríkisvaldið samþykki heildstæða byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið."6 Ein með öllu - verslunarmannahelgin 2004
2004060098
Erindi dags. 16. júní 2004 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar, þar sem sótt er um styrk vegna fjölskylduhátíðar um Verslunarmannahelgina 2004. Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að aðkoma Akureyrarbæjar að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar verði með svipuðum hætti og undanfarin ár, en felur Sigríði Stefánsdóttur markaðs- og kynningarstjóra að eiga viðræður við bréfritara áður en endanleg ákvörðun er tekin.


7 Innbærinn, sagan og söfnin - átak í kynningu
2004060099
Erindi dags. 16. júní 2004 frá Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi og Iðnaðarsafninu varðandi átak í kynningu á Innbænum, sögunni og söfnunum. Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til markaðs- og kynningardeildar og menningarmálanefndar til skoðunar.


8 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 16. júní 2004 varðandi skilgreiningu á friðlýsingu Krossanesborga.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu náttúruverndarnefndar.


9 Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti
2004060082
Rætt um rekstur tjaldsvæðis við Þórunnarstræti í tilefni af óundirrituðu bréfi til bæjarfulltrúa dags. 20. júní 2004 frá íbúa við Byggðaveg.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að eiga viðræður við rekstraraðila tjaldsvæðisins.Fundargerð 70. fundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra dags. 2. júní 2004 - meðfylgjandi til kynningar.

Fundi slitið.