Bæjarráð

5075. fundur 10. júní 2004
2971. fundur
10.06.2004 kl. 09:00 - 11:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi skóladeildar Akureyrarbæjar
2004040039
Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar kynnti starfsemi deildarinnar.2 Félag grunnskólakennara - ályktun
2004060043
Ályktun undirrituð af 196 grunnskólakennurum á Akureyri þar sem þeir lýsa áhyggjum yfir stöðu mála í samningaviðræðum Félags grunnskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga. Einnig skora þeir á bæjarstjórn Akureyrar að þrýsta á að samningar náist.
Lagt fram til kynningar.

Þegar hér var komið vék Gunnar Gíslason af fundi.

3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-017 verði seld á almennum markaði.


4 Kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 26. maí 2004
2004050090
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.


5 Kjaranefnd Kjalar og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 3. júní 2004
2004060036
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lögð fram til kynningar.


6 Forseta - og sameiningarkosningar 26. júní 2004
2004050096
Erindi dags. 2. júní 2004 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi forseta- og sameiningarkosninga þann 26. júní nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að kjörstaður verði í Oddeyrarskóla, bænum verði skipt í 9 kjördeildir og að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild. Talning atkvæða í forsetakosningum er á hendi yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, en lagt er til að talning atkvæða í sameiningarkosningum fari fram í Oddeyrarskóla að kosningu lokinni.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.


7 Framkvæmdaáætlun ÍTA 2005-2008
2004060019
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 8. júní 2004.
Fyrir fundinum lágu drög að framkvæmdaáætlun ÍTA fyrir starfsárin 2005-2008. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og óskar eftir afstöðu bæjarráðs til fyrirliggjandi tillagna.
Bæjarráð heimilar ÍTA að vinna að samningagerð um einstök verkefni í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun.


8 Miðbær Akureyrar - "Akureyri í öndvegi" tilnefning í stýrihóp
2004050057
Erindi dags. 9. júní 2004 frá áhugahópi um uppbyggingu Miðbæjarins á Akureyri þar sem óskað er að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í stýrihóp.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stýrihópnum.

Fundi slitið.