Bæjarráð

5061. fundur 03. júní 2004
Bæjarráð - Fundargerð
2970. fundur
03.06.2004 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi stofnana og deilda Akureyrarbæjar fyrir bæjarráði
2004040039
Kynning á starfsemi Fasteigna Akureyrarbæjar, hagþjónustu og fjármálaþjónustu. Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan J. Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynntu starfsemi sinna deilda.2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-015 verði seld á almennum markaði og að íbúð nr. 04-016 verði breytt í leiguíbúð.


3 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti - tilnefning í samninganefnd
2004060001
Erindi dags. 28. maí 2004 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa í samninganefnd vegna breytinga á raforkulögum.
Bæjarráð tilnefnir Dan J. Brynjarsson sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem fulltrúa Akureyrarbæjar í samninganefndinni.


4 Lundur - styrkbeiðni
2004060002
Erindi dags. 26. maí 2004 frá stjórn Lundar, rekstrarfélagi til fjármögnunar, smíði og rekstrar nemendagarða á Akureyri þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann auki styrkveitingu sína til byggingar nýju nemendagarðanna.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.


5 Nefndalaun - 2004
2004050095
Lögð fram tillaga um greiðslur launa og þóknunar til kjörinna fulltrúa, nefnda, starfshópa og verkefnisliða á vegum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Glerárgata 26 - húsaleiga
2004050092
Lögð fram drög að leigusamningi fyrir Glerárgötu 26. Einnig lagt fram minnisblað dags. 25. maí 2004 frá sviðsstjórum stjórnsýslusviðs og félagssviðs.
Bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


7 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2004
2004060007
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-apríl 2004.
Lagt fram til kynningar.


8 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
Lögð fram að nýju drög að innkaupareglum Akureyrarbæjar. Áður á dagskrá bæjarráðs 15. apríl og 27. maí sl.
Bæjarráð vísar innkaupareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Lögð fram drög að fjárhagsramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Bæjarráð samþykkir skiptingu rekstrarfjár í fjárhagsramma málaflokka skv. fyrirliggjandi tillögu.


10 Önnur mál
Oddur Helgi Halldórsson ræddi málefni Slökkviliðs Akureyrar.

Fundi slitið.