Bæjarráð

5039. fundur 27. maí 2004
2969. fundur
27.05.2004 kl. 09:00 - 12:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi íþrótta- og tómstundadeildar og menningardeildar Akureyrarbæjar
2004040039
Kristinn Svanbergsson deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri menningardeildar mættu undir þessum lið og kynntu starfsemi sinna deilda.


Þegar hér var komið mætti Halla Margrét Tryggvadóttir á fundinn.

2 Kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 10. maí 2004
2004050090
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.


3 Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 12. maí 2004
2004050089
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lögð fram til kynningar.


4 Unglingavinna 2004 - laun
2004050080
Lögð fram tillaga varðandi laun 14 og 15 ára unglinga sumarið 2004. Laun 16 ára unglinga eru ákveðin í kjarasamningi Einingar-Iðju við Akureyrarbæ. Laun 14 og 15 ára hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og laun 16 ára. Samkvæmt því er lagt til að laun þeirra hækki um 3% frá síðasta ári og verði:
14 ára kr. 311,50 pr. klst. (orlof innifalið).
15 ára kr. 356,01 pr. klst. (orlof innifalið).
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


5 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2004
2004020056
Lagt fram minnisblað frá starfsmannastjóra vegna umsókna og ráðninga í sumarstörf hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að láta gera könnun í byrjun júní nk. á því hversu margir eru þá enn án atvinnu og hefja undirbúning að því að tryggja 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri
6 vikna vinnu í sumar. Niðurstaða könnunarinnar verði lögð fyrir bæjarráð og í framhaldi tekin ákvörðun um átaksverkefni í sumar.


Þegar hér var komið vék Halla Margrét af fundi.

6 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-086.


7 Eyþing - aðalfundur 2004
2004050088
Erindi dags. 21. maí 2004 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana
24. og 25. september 2004 á Þórshöfn.
Lagt fram til kynningar.


8 Ferðafélag Akureyrar - styrkbeiðni
2004050084
Erindi dags. 14. maí 2004 frá Ferðafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna smíði nýs gistiskála við Drekagil.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 160.000.


9 Lántökur 2004
2004010052
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 12. maí 2004 þar sem tilkynnt er um lánveitingu til Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir lántöku hjá Lánasjóðnum vegna grunnskóla samtals að upphæð
kr. 140 milljónir.10 Glerárdalur - skoðun á möguleikum og mikilvægi friðunar
2003060095
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 13. maí 2004.
Lögð fram greinargerð starfshóps sem skipaður var skv. samþykkt bæjarráðs 3. júlí 2003 til að kanna hvernig best yrði staðið að verndun Glerárdals. Náttúruverndarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti niðurstöður starfshóps um Glerárdal og sendir greinargerðina til bæjarráðs, sbr. samþykkt þess frá 3. júlí 2003.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisráðs um greinargerðina.


11 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samstarfssamningur 2004-2006
2004010133
Lögð fram drög að samningi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um framlög til reksturs á árunum 2004-2006.
Bæjarráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum gegn 1. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni.12 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
Lögð fram að nýju drög að innkaupareglum Akureyrarbæjar. Áður á dagskrá bæjarráðs 15. apríl sl. Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


13 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Rætt um vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Bæjarráð felur bæjarstjóra endanlegan frágang reglna um vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 og vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið.