Bæjarráð

4992. fundur 13. maí 2004
2968. fundur
13.05.2004 kl. 09:00 - 11:53
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi framkvæmdadeildar og umhverfisdeildar Akureyrarbæjar
2004040039
Guðmundur Guðlaugsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Bjarni Reykjalín deildarstjóri umhverfisdeildar kynntu starfsemi sinna deilda.


2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-079.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-014 verði seld á almennum markaði.


4 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 3 B.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


5 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2004
2004050022
Erindi móttekið 6. maí 2004 frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar 21. maí nk. á Hótel KEA kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


6 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2004
2004040083
Erindi dags. 5. maí 2004 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem fram kemur að óski sveitarfélög eða héraðsnefndarmenn eftir að fá mál tekin fyrir á dagskrá vorfundarins 2. júní nk. þarf að tilkynna það til framkvæmdastjóra í síðasta lagi miðvikudaginn 19. maí nk.
Lagt fram til kynningar.


7 Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2004
2004040119
Erindi dags. 28. apríl 2004 frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar þriðjudaginn 18. maí nk.
Meðfylgjandi eru endurskoðaðir ársreikningar.
Bæjarráð felur Dan J. Brynjarssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Hagsýslustjóri Jón Bragi Gunnarsson lagði fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2005.
Bæjarráð samþykkir að fyrirliggjandi áætlun um skatttekjur ársins 2005 verði nýtt til grundvallar rekstraráætlun Aðalsjóðs á næsta ári.


9 Dómsmál nr. E-124/2002
2001040079
Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ.
Valgerður H. Bjarnadóttir vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Hákon Stefánsson hdl. sat fundinn undir þessum lið og auk hans Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að dómi Héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún telji skynsamlegast og þjóna best hagsmunum Akureyrarbæjar að una dómi Héraðsdóms í máli Guðrúnar Sigurðardóttur.10 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarbæjar
2003110075
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Fundi slitið.