Bæjarráð

4966. fundur 06. maí 2004
 
2967. fundur
06.05.2004 kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 


1 Kynning á starfsemi Öldrunardeildar Akureyrarbæjar
2004040039
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunardeildar Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti starfsemi deildarinnar.


Þóra Ákadóttir mætti á fundinn kl. 09.50.

2 Kynning á starfsemi félagsþjónustunnar og málefnum fatlaðra
2004040039
Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir deildarstjóri búsetudeildar mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu starfsemi sinna deilda.


3 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Umsókn nr. 04-066 - endurupptaka: Bæjarráð samþykkir umsóknina.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-075.


Þegar hér var komið vék Oddur Helgi Halldórsson af fundi kl. 10.40.

4 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-013 verði seld á almennum markaði.


5 Gásakaupstaður við Hörgárósa - starfshópur
2004040099
Erindi dags. 23. apríl 2004 frá safnstjóra Minjasafnsins og formanni Gásafélagsins þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa sveitarfélagsins í starfshóp vegna undirbúnings framkvæmda við Gásakaupstað.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa sem fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshópnum.


6 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2004
2004040104
Erindi dags. 26. apríl 2004 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar þann 14. maí nk. kl. 16:00 í Tjarnarborg á Ólafsfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2004
2004050006
Erindi dags. 30. apríl 2004 frá Árna Sigurjónssyni f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 14. maí nk. að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 14:00. Einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2003.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8 Málræktarsjóður - aðalfundur 2004
2004040121
Erindi dags. 28. apríl 2004 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn 4. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem fulltrúa Akureyrarbæjar og Þórgný Dýrfjörð sem varamann.


9 Rammasamningur um lántökur Landsvirkjunar
2000050029
Með bréfi dags. 28. apríl 2004 óskar Landsvirkjun eftir því að Akureyrarbær veiti samþykki sitt fyrir stækkun á rammasamningi um lántökur samkvæmt EMTN ("Euro Medium Term Note Programme") þannig að lánsfjárhæð Landsvirkjunar samkvæmt EMTN geti á hverjum tíma numið allt að USD 2.000 milljónum eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í öðrum gjaldmiðlum að samanlögðum höfuðstól. Einnig að einföld ábyrgð Akureyrarbæjar sem eiganda að Landsvirkjun taki til lána sem tekin eru undir EMTN, sbr. 1. og 14. gr. laga nr. 42 frá 23. mars 1983 um Landsvirkjun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi Landsvirkjunar verði samþykkt.


10 Starfsáætlanir 2004 - endurskoðaðar
2003100075
Lagðar fram endurskoðaðar starfsáætlanir nefnda og sviða fyrir árið 2004.
Bæjarráð vísar áætlununum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


11 Kjarasamninganefnd
2004050010
Lögð fram tillaga að fulltrúum í kjarasamninganefnd.
Bæjarráð skipar Þórarinn B. Jónsson, Jóhann Sigurjónsson og Ágúst Hilmarsson í kjarasamninganefnd.
Nefndinni verði sett erindisbréf og í því komi m.a. fram heimild til fullnaðarafgreiðslu stofnanasamninga.12 Stofnanasamningur FÍH og Akureyrarbæjar
2004030077
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 29. apríl 2004 en þar fól bæjarráð starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur og bæjarfulltrúanum Þórarni B. Jónssyni að forma tillögu um meðferð þessa máls og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

Þegar hér var komið vék Sigrún Björk Jakobsdóttir af fundi kl. 11.25.

13 Fjárhagsupplýsingakerfi - útboð
2003020033
Hagsýslustjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi útboðslýsingu á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir Akureyrarbæ og leggur til að útboðið verði auglýst.
Bæjarráð samþykkir að útboð fari fram á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

 

Fundi slitið.