Bæjarráð

4950. fundur 29. apríl 2004
2966. fundur
29.04.2004 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kynning á starfsemi Strætisvagna Akureyrar
2004040039
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti starfsemina.2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsóknum nr. 04-066 og 04-072.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-011 og 04-012 verði seldar á almennum markaði.


4 Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - fundargerð ársfundar dags. 14. apríl 2004
2004040070
Fundargerðin er í 7 liðum. Einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2003.
Lagt fram til kynningar.


5 Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2004
2004040084
Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 19. maí nk. kl. 16:00 í Hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


6 Norðlenska matborðið ehf. - aðalfundur 2004
2004040087
Erindi dags. 21. apríl 2004 frá Sigmundi Ófeigssyni þar sem tilkynnt er um aðalfund Norðlenska matborðsins ehf. sem haldinn verður 29. apríl nk. kl. 12:00 í Smiðjunni "Bautanum" Akureyri.
Bæjarráð felur Dan J. Brynjarssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 Tækifæri hf. - aðalfundur 2004
2004040101
Erindi dags. 26. apríl 2004 frá sjóðsstjóra Tækifæris hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 5. maí 2004 kl. 11:00 að 3. hæð Strandgötu 3, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2004
2004040083
Erindi dags. 20. apríl 2004 þar sem boðað er til vorfundar héraðsnefndar Eyjafjarðar 2. júní nk. Einnig lagður fram ársreikningur nefndarinnar fyrir árið 2003.
Lagt fram til kynningar.


9 Stofnanasamningur FÍH og Akureyrarbæjar
2004030077
Erindi dags. 3. mars 2004 frá Brit J. Bieltvedt f.h. Öldrunarstofnunar Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir endurskoðun á stofnanasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur og bæjarfulltrúa Þórarni B. Jónssyni að forma tillögu um meðferð þessa máls og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.


10 Sameining sveitarfélaga
2003110005
Erindi dags. 15. apríl 2004 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi skýringar á framlögum til sveitarfélaga á grundvelli reglna nr. 295/2003 um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.


11 Sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarbæjar
2003110075
Erindi dags. 15. apríl 2004 frá Heimi Sigurgeirssyni og fleirum varðandi hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna Hríseyjarhrepps og Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.


12 Lánsfjármögnun ársins 2004
2004030138
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti tilboð sem borist hafa í sölu á skuldabréfum fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir stækkun skuldabréfaflokksins AKU0103 um allt að 650.000.000 króna og að samið verði við KB-banka um sölu skuldabréfanna.

Þegar hér var komið vék Ármann Jóhannesson af fundi.


13 Húsa- og lausafjárleiga Fasteigna Akureyrarbæjar - drög að verklagsreglum
2004040094
Hagsýslustjóri lagði fram drög að verklagsreglum við húsa- og lausafjárleigu við fjárhagsáætlanagerð hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar.


14 Húsa- og lausafjárleiga Fasteigna Akureyrarbæjar 2004 - tillaga að breyttri leigu
2003060086
Hagsýslustjóri lagði fram tillögu að breyttri leigu Fasteigna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


15 Önnur mál
a) Bæjarlögmaður lagði fram stefnu á hendur Akureyrarbæ frá Byggingarfélaginu Hyrnu ehf. sem þingfest verður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.

b) Oktavía Jóhannesdóttir spurðist fyrir um vinnu starfshóps um friðun Glerárdals.


Fundi slitið.