Bæjarráð

4901. fundur 15. apríl 2004
2965. fundur
15.04.2004 kl. 09:00 - 12:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Viðhaldsáætlun FAK - ófyrirséð viðhald
2002010014
Erindi dags. 6. apríl 2004 frá 12 bjóðendum þar sem óskað er eftir endurupptöku máls er varðar útboð á ófyrirséðri viðhaldsvinnu fyrir Fasteignir Akureyrarbæjar.
Á grundvelli röksemda stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, fyrir höfnun allra tilboða og fella útboðið úr gildi þar sem aðeins 12 af 41 tilboði voru gild, fellst bæjarráð á endurupptöku útboðsmálsins "Viðhaldsáætlun FAK - ófyrirséð viðhald" og leggur fyrir stjórn FAK að fjalla aftur um málið.
Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.


Bæjarlögmaður og framkvæmdastjóri FAK sátu fundinn undir 1. lið.

2 Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2004040044
Lögð fram drög að innkaupareglum Akureyrarbæjar.
Afgreiðslu frestað.

Innkaupastjóri og framkvæmdastjóri FAK sátu fundinn undir 2. lið.

3 Leikfélag Akureyrar - samningaviðræður
2004010103
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 6. apríl 2004 þar sem menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að samningi Akureyrarbæjar við Leikfélag Akureyrar um rekstur atvinnuleikhúss næstu 3 árin.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra endanlegan frágang og undirritun samningsins að teknu tilliti til umræðna, sem fram fóru á fundinum.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskaði bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.4 Sala félagslegra íbúða á almennum markaði
2004030037
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti tilboð sem bárust í sölu á innleystum félagslegum íbúðum hjá Akureyrarbæ og lagði fram tillögu um að semja við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fasteignasöluna Byggð.


5 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-008 og 04-009 verði seldar á almennum markaði og að íbúð nr. 04-010 verði gerð að leiguíbúð.


6 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-057, 04-061, 04-062 og 04-065.


7 Landsvirkjun lántaka
2004040003
Erindi dags. 30. mars 2004 frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir samþykki Akureyrarbæjar vegna lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum.
Með vísan til 1. og 14. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42 frá 23. mars 1983 leggur bæjarráð til að bæjarstjórn samþykki lántökuna.


8 Norðurorka hf. - aðalfundur 2004
2004040019
Erindi dags. 2. apríl 2004 frá Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 21. apríl 2004
kl. 16:00 í fundarsal Norðurorku hf. Rangárvöllum, Akureyri.
Ársreikningur lagður fram á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


9 Bifreiðastæði neðan Samkomuhúss
2004040009
5. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 2. apríl 2004 þar sem framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að farið verði í framkvæmdir við bílastæði neðan Samkomuhúss og að kostnaður greiðist úr Bifreiðastæðasjóði.
Bæjarráð heimilar að ráðist verði í framkvæmdir við bílastæði neðan Samkomuhúss og að framkvæmdirnar greiðist af Bifreiðastæðasjóði. Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 fyrir B hluta fyrirtæki hækkar því úr 520 millj. kr. í 538 millj. kr. eða um 18 millj. kr.
Oddur Helgi Halldórsson óskaði bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.10 Kynning á starfsemi HAK
2004040039
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK mætti á fundinn og kynnti starfsemi HAK.11 Kynning á starfsemi Slökkviliðs Akureyrar
2004040039
Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og kynnti starfsemi Slökkviliðs Akureyrar.
Bæjarstjóri vék af fundi kl. 11.20.

Fundi slitið.