Bæjarráð

4863. fundur 01. apríl 2004
Bæjarráð - Fundargerð
2964. fundur
01.04.2004 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-048 og 04-054, en hafnar umsókn nr. 04-053.


2 Afsláttur af fasteignagjöldum - bréf frá Félagi eldri borgara á Akureyri
2004030162
Erindi dags. 24. mars 2004 frá Ingigerði Einarsdóttur f.h. Félags eldri borgara á Akureyri, ályktun aðalfundar um tekjutengingu afsláttar af fasteignagjöldum.
Með úrskurði félagsmálaráðuneytisins frá 3. júlí 2003 var sveitarfélögum gert skylt að breyta framkvæmd sinni við nýtingu heimildar til lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskatts, sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Þar sem svo virðist sem ályktun aðalfundarins byggi á misskilningi eða skorti á upplýsingum felur bæjarráð bæjarlögmanni að svara bréfritara og koma á framfæri meginefni úrskurðar félagsmálaráðuneytisins.3 Fjármögnun Fasteigna Akureyrarbæjar
2004030137
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu um fjármögnun Fasteigna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fjármögnunarþörf Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fjárfestinga verði í framtíðinni mætt með innra láni frá aðalsjóði eins og unnt er.
Til fjármögnunar skammtímaláns aðalsjóðs til Fasteigna Akureyrarbæjar í árslok 2003 svo og áætlaðri fjárþörf vegna fjárfestinga 2004 samþykkir bæjarráð að aðalsjóður veiti innra lán að upphæð allt að kr. 1.100 milljónir.
Hagsýslustjóri lagði fram yfirlit um breytingar á fjárhagsáætlun 2004 sem leiða af þessari ákvörðun.


4 Fasteignir Akureyrarbæjar - húsaleiga 2004
2003060086
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra að legga fram tillögur að vinnuferli við áætlun og uppreikning húsaleigu. Einnig um áhrif húsaleigu á rammafjárveitingu til einstakra málaflokka í fjárhagsáætlun ársins 2004.


5 Reglur um fjárhagsáætlunarferli
2003040030
Rætt um reglur um fjárhagsáætlunarferli.

Fundi slitið.