Bæjarráð

4839. fundur 25. mars 2004
2963. fundur
25.03.2004 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-044, 04-046 og 04-047.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-006 og 04-007 verði seldar á almennum markaði.


3 Einholt 10 B - sala leiguíbúðar
2004030114
Lagt fram kauptilboð í Einholt 10 B.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Fjármögnun Fasteigna Akureyrarbæjar
2004030137
Rætt um fjármögnun Fasteigna Akureyrarbæjar. Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að langtímafjármögnun á skammtímaskuldastöðu Fasteigna Akureyrarbæjar við aðalsjóð.


5 Ársreikningur 2003 - frávikagreining
2004020109
Rætt um frávik frá áætlun ársins 2003. Þorsteinn Þorsteinsson endurkoðandi hjá KPMG sat fundinn undir þessum lið.


6 Lánsfjármögnun ársins 2004
2004030138
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum lántökum ársins 2004.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að lánsfjáröflun í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir ársins.


7 Önnur mál
a) Valgerður H. Bjarnadóttir óskaði bókað að hún spurðist fyrir um hvað liði stofnun fleiri hverfisnefnda.
b) Oddur Helgi Halldórsson óskaði bókað að rætt var um svæði undir akstursíþróttir innan bæjarmarkanna.
Fundi slitið.