Bæjarráð

4813. fundur 18. mars 2004

2962. fundur

18.03.2004   kl. 09:00 - 11:35

Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 

  

Nefndarmenn:

Starfsmenn:

 

Jakob Björnsson formaður

Sigrún Björk Jakobsdóttir

Þóra Ákadóttir

Oddur Helgi Halldórsson

Valgerður H. Bjarnadóttir

Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

 

Kristján Þór Júlíusson

Dan Jens Brynjarsson

Jón Bragi Gunnarsson

Ármann Jóhannesson

Karl Guðmundsson

Jón Birgir Guðmundsson

Guðríður Friðriksdóttir

Heiða Karlsdóttir fundarritari

 

 

 

 

 1       Viðbótarlán - 2004

          2004010014

          Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.

          Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-040 og 04-042.

 

         

 2       Innleystar félagslegar íbúðir - 2004

          2004010033

          Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.

          Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-005 verði seld á almennum markaði.

 

         

 3       Sala félagslegra íbúða - 2004

          2004010015

          Lögð fram kauptilboð í Múlasíðu 5D og Drekagil 28-402.

          Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.

 

         

 4       Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 8. mars 2004

          2004010013

          Fundargerðin er í 8 liðum.  Einnig var lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2003.

          Lagt fram til kynningar.

 

         

 5       Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar

          2004030083

          Unnið að endurskoðun á Samþykkt fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar.

         

         

 6       Fundaáætlun bæjarráðs - 2004

          2004030075

          Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir nýja fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2004.

         

          Þegar hér var komið véku Jón Birgir Guðmundsson og Guðríður Friðriksdóttir af fundi.

 

 7       Menningarhús á Akureyri - deiliskipulag Miðbæjarsvæðis

          2004020098

          Finnur Birgisson verkefnastjóri á umhverfisdeild mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir deiliskipulag Miðbæjarsvæðisins í tengslum við byggingu menningarhúss.

          Bæjarráð felur fulltrúum bæjarins í dómnefnd að kynna umhverfisráði þá umræðu og áherslur sem fram komu í bæjarráði.

 

         

 8       Ársreikningur - 2003

          2004020109

          Tekinn fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu á fundi sínum 16. mars sl.

          Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 

 

 

Fundi slitið.